Hver sá sem á annað hvort Kingdom Hearts eða Final Fantasy X hlýtur að hafa rekið augun í kortið fyrir aftan bæklinginn inni í hulstrinu með auglýsingu fyrir strategy guide leiksins, búna til af SG fyrirtækinu Piggiback. Ég hef átt báða leiki frá því að þeir komu hingað til landsins og hef þess vegna tekið oft eftir þessu. Svo ákvað ég einn daginn að fara að kíkja á þessa vefsíðu sem talað er um og það var þá sem ég ákvað að þetta var eitthvað sem ég þyrfti NAUÐSYNLEGA að eiga. Svo fór ég á hinn snilldar vef amazon.com en þá áttu þeir bara strategy guides frá öðru fyrirtæki sem voru (að sögn notenda) hrikalega lélegar. Ég grenjaði og gólaði og ákvað að lokum að tékka á amazon.co.uk …og viti menn! Þarna var það…og ekki bara ein þeirra…heldur báðar! Og ekki bara báðar…heldur báðar saman á tilboði! Prayes be to Yevon, hugsaði ég og fór að grenslast fyrir um þetta. Allt fólkið í “user comment” sagði að þetta væru ÓTRÚLEGA flottar bækur og gáfu þeim tvímælalaust fimm stjörnur af fimm. Þó að ég skrollaði niður og niður og niður sá ég mér til mikillar ánægju að einkunnirnar fóru aldrei niður fyrir fjórar stjörnur. Svo fór ég að tékka á verðunum: samkvæmt útreikningum mínum munaði hátt í 1000 kalli á þessum góðu og…hinum…:Þ

Kingom Hearts bókin kostaði 7,49 sterlingspund en FFX bókin kostaði 9,74 sp. Svo bættist sendingarkostnaður og allskonar jukk ofan á og þá var þetta komið upp í 23,2 sp. Miðað við að pundið var 127 kr. þegar ég pantaði þetta, kostaði þetta 2946 kr. Ég pantaði þetta á sunnudaginn fyrir viku og fékk þetta (mér til mikillar furðu) fjórum dögum seinna, eða á fimmtudeginum! Isn't technology wonderful!

En anyways, látum oss lýsa kvikindunum:

Kingdom Hearts Strategy Guide: 178 bls. í A4 stærð. Þetta er stór og mikil bók með geðveikt flottum pappír og svölu fronti (KH stafirnir glampa!). Í hennir er auðaðgengilegt upplýsingakerfi, þ.e.a.s., við erum með heillar blaðsíðu upplýsingar um alla aðalkarakterana og svo aðeins minni upplýsingar um ALLA (!!!!!) hina karakterana(og myndir að sjálfsögðu)! Það er 24 blaðsíðna “how to play” kafli og svo er labbígegn þarna, með hundruðum screenshot-a, hints and tips ramma, tölvuteiknaðra korta og bardagataktík. Svo má ekki gleyma því að það eru 20 blaðsíður undir ALLA óvini í leiknum! HP-inn þeirra, STR, DEF, hvað þeir droppa, hvaða magic þeir eru aumir gegn o.s.frv. Svo er secrets kafli sem fer yfir alla aukaendakallana (sephiroth, ice titan og fleiri), 100 acre wood, hvernig maður á að fara að því að láta bamba droppa sjaldgæfum item-um, gummi-ship og alla cupana í the coliseum svo eitthvað sé nefnt. Og svo eins og þetta sé ekki nógu þægilegt fyrir þá eru þeir með þrjár blaðsíður fullar af uppflettiorðum aftast í bókinni (semsagt, maður vill leita að t.d. torn page, þá fer maður aftast og leitar í t-inu. “Torn page page 118”)
Öll bókin er myndskreitt alveg þvers og kruss af öllum mögulegum og ómögulegum listamönnum. Sumar myndirnar hafa aldrei sést áður.

Allt í allt er þetta ótrúlega flott bók og svo sannarlega peningana virði. 10/10


Final Fantasy X Strategy Guide: 226 bls. í A4 stærð. Hún er með eins pappír og KHSG en er langt því frá að vera með sömu uppbyggingu.
Hún er með 26 blaðsíðna “how to play” kafla og tólf blaðsíðna “characters” kafla (btw: ef þið kíkið aftan á auglýsinguna (frontið á henni er lulu og yuna fyrir ofan operation Mihen) þá sjáið þið teiknaða mynd af Tidusi. Allar karakter myndirnar í “characters” kaflanum eru teiknaðar þannig!). Hún er með 96 blaðsíðna labbígegn sem er, eins og KHSG, með hundruðum screenshot-a! Það eru tvær blaðsíður í bókinni sem eru mjög sérstakar: ein þeirra er með allt normal sphere grid-ið og hin er með expert grid-ið. Geðveikt kúl stöff! Svo er bókin með tólf blaðsíður undir item leiksins, þ.e.a.s. vopnin, special items, abilities og bara item. Tíu blaðsíður eru notaðar í að útskýra blitzball og 28 í að segja frá öllum leyndarmálum leiksins í “secrets” kaflanum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um The Dark Aeons, Omega Ruins, Celestial Weapons og mini leikina. Að sjálfsögðu er svona uppfletti-index eins og í KHST aftast. En svo er það rúsínan í pylsuendanum sem ég var lang ánægðastur með: “monsters” kaflinn! Hann er með mynd af hverjum einasta óvini leiksins (þar á meðal Omega Weapon, braska's final aeon og Kimahri) og upplýsingar um allan andskotann! Svo sem, hverju er hægt að stela af þeim, hvort hægt sé að bribe-a þeim, hvort þeir séu veikir gegn einhverju elementi o.s.frv.
Eins og í Kingdom Hearts bókinni eru myndir út um allt. Bókin er algjört listaverk og ætti að mínu mati að vera mikið dýrari.

Mér finnst hún eiginlega flottari heldur en KHSG en fer samt ekki alveg nógu mikið í Yojimbo (hvernig maður fær hann til að bondast við mann sko. bókin gefur manni svona smjörþefinn af því og hættir svo bara). En fyrir utan það er hún fullkomin. 10/10

Ég mæli eindregið með því að þið pantið ykkur gripina svo þið getið dáðst að því hvað þetta er ÓTRÚLEGA flottar bækur!