Almennt  um ekkert Huhumm.
Mínir fellow Final Fantasy nörðar! ég er hér komin til að deila þeirri gleði sem mér hefur borist hér um nokkra ára skeið. Þetta er hlutur sem þið hafið eflaust öll fengið að njóta við iðkun á okkar sameiginlega áhugamáli.

“Hvað er maðurinn að tala um?”
“Er hann bara að rugla í okkur?”
“Er hann kannski bara að safna stigum?”
“Er hann maður eða týgrisdýr?”

Þetta eru án efa einhverjar af mörgum spurningum sem velltast um í hausnum á ykkur, á þessu augnabliki er þið lesið þetta, þannig að ég hef ætlað mér að hætta að fokkast í ykkur í eitt augnablik og koma mér beint að efninu.

Tónlistin!… Það er svarið.

Hvað er það sem setur Eggið á wienerschnittsel-endann, í öllum Final Fantasy leikjunum?

TÓNLISTIN!!! segi ég, TÓNLISTIN!!!

Eins og við getum öll verið sammála um, þá hefur engin leikur komist nálægt Final Fantasy seríuni, þegar kemur að tónlist(Nema kannski “Ed Hunter” sem er Iron Maiden leikur).
Þó við séum ekki alltaf sammála um gæði hvers og eins leiks, þá erum við samt sammála um eitt (props til “Heins ketchup” auglýsingu), sem er að það hefur ALLTAF verið mögnuð tónlist í hverjum einasta leik. Undantekningarlaust.

Hver man svo sem ekki eftir klassíkum eins og:

World Theme. feat Apokalyptika FF4
Gau FF5
Mystery train FF6
Forever Rachel FF6
Cloud´s Theme FF7
One Winged Angel FF7
Tifas Theme FF7
Aeris theme FF7
Liberi Fatali FF8
Eyes on me FF8
Terra FF9
Your not alone FF9
Border village Dali FF9
melodies of life FF9
Rikki FF10
Suteki Da Ne FF10
Piano Intro FF10

já ég gæti haldið endalaust áfram. Málið er, að allir þeir sem hafa spilað Hina “Seinustu Draumóra seríu”, vita þetta jafn vel og ég.
“Afhverju er hann þá að þylja upp hluti sem við vitum?”, væri góð spurning.

Svarið er, að ég hef notað seinustu marga mánuðina, rétara sagt árin (síðan FF9 kom út) að reyna að finna þessa tónsnilli og hlussa henni inn á harðadiskinn minn.

Allt var gott í nokkrar vikur. Síðan varð ég leiður, því ég hafði engan til að deila ánægju minni með. Ég er ekki beinlínis umkringdur fólki, sem kann að meta Nobuo Uematsu hans kraftaverk.


SMÁ UM NOBUO UEMATSU
Augnablik, kannski ég taki frá nokkur orð frá til að fræða náungan um Nobuo Uematsu.
Nobuo byrjaði að spila á píanó þegar hann var 12 ára gamall og spilaði með fullt af hljómsveitum, þangað til að á 17 ára aldri komst hann að því að honum fannst lítið varið í að spila lög eftir aðra og byrjaði að semja sjálfur.
Nokkrum árum seinna sá hann auglýsingu í dagblaði að lítið software fyrirtæki vantaði Composer fyrir nýjan fantasy-RPG leik, sem var í vinnslu.
Hann lét slag standa og fór þangað með littla ferða keyboardið sitt og spilaði fyrir þá littla melódíu sem seinna meir varð “Town Theme”´ið í Final Fantasy 1.

í dag semur hann alla tónlistina fyrir Final Fantasy seríuna og er einn tekjuhæsti tónlistarmaður í Japan.


Meginmálið með þessari grein átti nú að vera hvernig ADSL-notendur gæti fengið þessi rúmu 800 mb frá mér í gegnum ákveðið P2P forrit, (sem einkennist á því að hafa 2 plúsa í nafninu sínu), en þar sem það er ekki alveg löglegt, þá verðið þið að sætta ykkur með það, að það er einhver þarna úti sem er með þetta og nýtur þess eflaust til fuls.

Annars er megnið af þessu á netinu, það er bara að leita, þótt ég hafi mest af mínu dóti frá keyptum diskum. Diskar eru fáanlegir á t.d. Ebay og Amazon. Persónulega mæli ég með sountröckunum úr FF 6,7 og 9.

Það var ekki meira í þetta sinn, verið þið sæl

Jako