Nokkrar aumar upplýsingar varðandi FF XII (12) Jæja, nú er það aðeins nokkur ár í nýjasta fjölskyldu-meðlim FF seríunar, nefnilega FF XII og um að gera að gera sig tilbúin(n) í tæka tíð.

Ég hef haft þau forrétindi að vera einn af þeim fáu útvöldu, sem gátu skrapað saman nokkra búta af sögusögnum og grunsamlegum staðreyndum, til að púsla saman örlítillri grein um ofarnefndan leik.

Final Fantasy XII verður gerður af góðkuningja okkar frá FF IX, nefnilega Hideo Minaba og segir hann að FF XII verði setur í mun drungalegri umhverfi en FF leikir fortíðarinnar og sé alls ekki ætlaður börnum… HROLLUR!!!!

Og þrátt fyrir nokkra illgjarna rúmora, þá verður goðsögnin sjálf í fararbroddi tónlistar-sköpunarinnar í FF XII.
Ég held að við vitum öll hvern ég er að tala um… en ef þú veist það ekki geturu
“farið til helvítis, farið til helvítis og dáið!!!”
propps til -Mr. Garrison-
Það sem meira er, hefur herra Uematsu (goðsögnin) sagt að hann hafi fengið mun meira frelsi í þessum leik og afleiðing þess mun vera að tónlistin verður frekar tilraunarkennd, eða experimental, eins og maður segir á góðri skandenavísku.


FF XII verður 100% Singleplayer eins og fyrrverar hans, það er að segja fyrir utan FF XI. Hann kemur út á PS2 Exclusive, sem er að vísu ekkert rosalega skrýtið, þar sem Sony á 18,7% af Squaresoft.
Sú fjárfesting varð gerð eftir að Square tapaði tæpum 600 milljónum dollara á “Spirits within”, sem er Final Fantasy bíómyndin ef einhver vissi það ekki.
Hver veit hvar Square væri, ef gamli góði Sony hefði ekki komið og reddað deginum

Ætlað er að Final Fantasy XII mun verða töluvert lengri og massívari enn FF X og eithvað var nú hvíslað um vondan endi…?
Já, það má segja að Square stefni hátt með þennan leik og ef dæma má frá þeim tvemur lögum og eina screenshotti, sem ég hef fengið að upplifa frá þessum leik, mætti vel halda að þessi leikur væri FF VII, endufæddur. (þá er ég að tala um hæpið í kringum hann)

Ég kveð ykkur að sinni, en mun snúa aftur eins fljótt og einhver skrifar eitthvað neikvætt um FF IX og þá er allur fjandinn laus!!!

Jako