Heilir og sælir mínir fellow FF dýrkenndur.
eins og þið flest vitið, þá heiti ég Jakob og hef afrekað skrif á nokkrum misheppnuðustu greinum sem hafa sést hérna á Huga.
Núna hef ég ætlað mér að bæta einni inn í safnið.
Þessar nátúruhamfarir munu að þessu sinni fjalla um hinn heitt-elskaða

***FINAL FANTASY VII (7)***

Þessi leikur hefur lengi staðið undir þeim falska titli
“besti FF/playstation leikur allra tíma”. Ég er komin til að leiðrétta þennan misskilning.

Ég er að vísu enginn FF veteran, (ég byrjaði á IX) en ég tel mig nú samt vera full hæfan til að segja að þessi leikur (FF VII) er hundleiðinlegur!

Ég held nú að allir hérna hafi spilað þennan leik, ef ekki klárað hann, þannig að ég fer ekkert að þilja upp söguna í einhverjum díteilum. Eins og þið vitið þá leikur maður mann-belju sem kallast Cloud og er fyrrverandi meðlimur af sérsveit sem kallast “SOLDIER”.
hann gengur síðan til liðs með resistance grúppuni AVALANCHE og… þið vitið þetta eflaust mun betur en ég, þannig að ég fer ekkert að þilja upp hálfan leikin.

Allðana, þá finnst mér það eina sem er að gera sig í þessum leik er músíkin. Nobuo Uematsu klikkar að vísu aldrei, þótt squaresoft veiði nokkra jókera, svona inn á milli. (Þetta var lítið, lúmskt hint sem bendir og öskrar á FF mystic Quest)

Söguþráðurinn var ekki upp á marga fiska. Allt of sæ-fæ, fyrir Final *FANTASY*. Svo fanst mér soldið erfitt að taka perónur alvarlega, sem voru samansettar af 4 - 5 kubbum.
Ég efa það ekki að þessi grafík var mjög flott á sínum tíma, en hún er bara svo… ég veit ekki hvað, mér líkaði það ekki.

Svo kemur röðin að henni Tifu, sem er í uppáhaldi hjá mörgum.
Ég verð að viðurkenna að ég fann ekki mikið að henni, þótt er ég nú meira fyrir hjálparlausa aumingjan hana Dagger. Tifa var alltof sterk og sjálfbjarga.

Ef maður rakaði á henni hausin, væri maður komin með G.I Jane. Sem víkur soldið frá þessari klassísku
“help-me-Mario,-I´ve-been-kidnapped” týpu.

Sephiroth, hef ég enþá ekki séð. Allðana ekki sem ég man ekki, en hef heyrt að hann sé mjög svalur.

Ég veit nú ekki alveg hvað ég get sagt meira, ég veit að þeta er ekkert guðdómlega vel rökstutt hjá mér, en þetta er allaðana mín skoðun, hingað til.


FF VII er einn af þeim hlutum sem allir fíla, nema ég. Sama hvað ég reyni. Soldið eins og Korn, Nirvana, Bob Dylan, Jimi Hendrix, Resident Evil, Mario 64 og Zelda.


Alls ekki taka þessari grein sem eithvað über diss á FF VII, heldur sem svona “cry for help” frá fáfróðum FF aðdáenda.

Jakob

ps. Endilega komið með ykkar skoðun á þessum leik, svo ég geti séð hann frá öðrum enn mínum próf-þreyttu, fordómafullu augum.