FF9: Kill, kill, kill Final Fantasy IX er svolítið efasemdarefni í augum FF spilara. Er hann góður eða ekki? Að mínu mati er hann bara fínn leikur. Fantasy-an kems upp í topp level í honum þ.e.a.s svona fantasy-u fílingurinn. Aðal-character-inn með skott og svoleiðis. Það eru mjög fáir hlutir raunverulegir í leiknum. Mér finnst það ekkert slæmt í sjálfum sér. Það er gaman þegar maður spilar raunverulega leiki. En Final Fantasy er fantasy-a svo það er ekki bannað að hafa mikla fantasy-u í þeim. Allavega einn leikur með svona háu stiga af fantasy-u er gaman að fá.

Hinsvegar er einn stór hluti leiksins sem ég hata út af einstökum hlutum. Það er söguþráðurinn. Í næstu efnisgrein fjalla ég aðeins um söguþráðinn. Svo án efa eru SPOILERAR þar.

SPOILER-AR
Okey, ég get svarið það að um 1/3 af leiknum fjallar einungis um þessa skrambans Black Mages. Fram og aftur. Black Mages hitt og þetta. ,,Hey, förum í bæinn. Æ nei, það er verið að BÚA TIL BLACK MAGES. Ég meina það. Þatta fjallar bara um þá. Endalaust. Þú ferð inní eitthvað storage drasl í Dali og finnur…BLACK MAGES. Og svo byrjar þetta leiðlega Vivi lag (sem á að vera sorglegt en er það bara ekki) didd-didd-didd-diriririri-didd. Come on. Vivi er lítill sætur skrípill sem er að reyna finna sjálfan sig í heiminum (svona eins og vinur minn) og maður verður að fá sorglegra lag en þetta. Svona svo að maður geti farið að hugsa: ,,Æ, greyið strákurinn. Að finna svona Black Mages sem eru bara manipulated dolls. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir hann”

Þetta er svona aðal partur-inn sem ég hata við söguþráðinn. En hér kemur næsti. Það eru ef til vill einhverjir SPOILER-AR.

Það er alltaf þetta sama að gerast. Zidane og þau eru að hlaupa á milli konungsríkja til að verða á undan Brahne…vííííí. Hún ræðst á þennan kastala, ennan stað. Núna fer hún þangað og drepur alla þar. Vííííí. Svona getur bara þýtt eitt…það verður ömulegt fyrir þig í endann. Það verða engir skemmtilegir stapir fyrir þig til að fara á. SPOILER…………………öll konungsríkin voru eyðilögð. Come on.

Jæja, hér kemur það sem toppar allt.

SPOILER-AR framundan…
Söguþráðurinn fór gjörsamllega út í veður og vind þegar maður SPOILER, SPOILER, SPOILER…maður fór til Terra. Einhver Garland gutti sem var í FF1 kemur og hann á að vera einhver töffari í svörtu robe-i…en svo er það bara einhver gamall kall. By the way…þá minnist hann eiginlega á FF1 í leiknum. En það skiptir engu. Persónuleiki Zidanes breytist allt í einu eitthvað voðalega ef marka má vini hans. Æi ég veit það ekki. Þessi partur var bara svo screwed.

Allavega. Þetta er nú bara svona pirr.
Kveðja Veteran