Final Fantasy Origins


Jæja, þann 8. apríl mun Final Fantasy Origins koma á markað í Bandaríkjunum, og munu eflaust margir FF aðdáendur panta sér hann. Allavega tók ég þá ákvörðun fyrir löngu síðan. ;)

Final Fantasy Origins, já…hvað er nú það?

Þetta er titill sem inniheldur bættar útgáfur af fyrstu tvemur Final Fantasy leikjunum. Þeir hjá Square hafa verið duglegir að endurútgefa alla þessa gömlu klassísku leiki, og nú er komið að því að endurútgefa þann leik sem startaði þessu öllu…yndislegt, ekki satt?

Þessi pakki er þegar kominn út í Japan, kom á síðasta ári eftir því sem ég best veit.

Hver er svo munurinn á þessum útgáfum og þeim gömlu?

Leikirnir hafa verið bættir að flestu leiti, cut-scenes verið bætt inn, smáatriði löguð, nokkur ný lög samin, og leikirnir gerðir fallegri að flestu leiti…fleiri litir, betra hljóð, you name it.

Ekki veit ég hvort þessi pakki kemur út í Evrópu…Það er stutt síðan FF Anthology kom hingað, en FF Chronicles hefur enn ekki látið bæra á sér svo ég efast eiginlega um að FF Origins nái hingað.

Þessi pakki kemur út fyrir PS1, og allir sannir FF aðdáendur ættu að tryggja sér hann þegar hann kemur.