Final Fantasy IX Gagnrýni Final Fantasy IX var síðasti Playstation 1 Final Fantasy leikurinn eins og flestir vita, hann kom út snemma á árinu 2001 hér í evrópu sem var eftir að PS2 kom þannig hann gleymdist örlítið, og er líklega minnst um talaði Playstation Final Fantasy leikurinn.

Um jólin nældi ég mér í hann enda er ég nýlega orðinn Final Fantasy fan og hef ég verið að spila hann á fullu síðan, ég hef vakið langt fram á nótt og jafnvel sleppt því að éta tímum saman ég hef legið svo mikið í honum! En um helgina náði ég loks að klára hann og hef ákveðið að skrifa hér gagnrýni um hann.

Þessi grein mun innihalda smá spoilera en ég nenni ekki að vera að setja þessar hallærislegu spoiler varnir í aðra hvora setningu þannig ef þú hefur ekki klárað hann þá skaltu einfaldlega bara passa þig og fara framhjá þeim hlutum sem ég er að tala um söguþráðinn eða lesa þetta ekki, svo einfallt er það.

Leikurinn gerist í heiminum Gaia, Gaia er lítill ævintýraheimur. Hann er fullur af borgum og bæjum í öllum stærðum og gerðum þar sem lifa allar tegundir vera og er það í einni stærstu byggð Gaia, Alexandra sem leikurinn byrjar. Inn í borgina flýgur Airship Tantalaus flokksins, Tantalaus eru svikahrappar sem setja á svið leiksýningu en eru í raun bara að plata fólkið og fara að ræna á meðan á sýningunni stendur. En nú hafa þeir svolítið stærra í bígerð, þeir ætla að ræna prinsessu Alexandriu, hinni gullfallegu Garnet. Aðal persóna leiksins Zidane er einn af Tantalaus genginu og á hann að fara inní kastalann og sækja Garnet, en hún vill í rauninni láta ræna sér og flýgur með þeim í skipinu!

Þá byrja ævintýrin, þau komast að þeirri hræðilegu uppgvötun að Drottning Alexandria, Brahne er að þróa Black Mage hersveitir til að ráðast á önnur lönd. Svo einfallt er það ekki og þróast þá söguþráðurinn áfram sem er, eins og í öðrum Final Fantasy frábær og margslunginn fullur af fléttum sem koma manni sífellt á óvart.

Persónurnar eru mjög skemmtilegar, aðal persónan er þjófurinn Zidane en með honum er prinsessan Garnet, fýlupúkinn Steiner, Black Mage-inn Vivi og margir fleiri. En það sem þessi leikur hefur fram yfir hina Final Fantasy leikina er líklega húmorinn, hann er fullur af fyndnum persónum og bröndurum enda er aðalpersónan Zidane frekar léttur og gerir til dæmis fátt annað en að reyna við stelpur, hann með auga á Garnet allan leikinn og er skemmtilegt að sjá samband þeirra þróast þegar líður á leikinn, nánara og nánara þangað til í endann…

Bardagasystemið er ATB eða Active Time Battle. Sem er með helling af nýjum hlutum og virðist mikið lagt í það en því miður er þetta stærsti galli leiksins. Mér finnst það alltof hægt, maður velur hvað maður gerir og þá gerir sú persóna ekki þá hreifingu fyrr en svona 10 sekúndum eftir. En það er ekkert miðað við það hvernig Random Battles virka. Maður labbar um, skjárinn brotnar eins og venjulega en verður síðan svartur með lagið í gangi í einhverjar 5 sekúndur og síðan er sýnt í kringum fólkið í einhverjar 10 sekúndur og byrjar bardaginn svona 5 sekúndum eftir það, þetta eru svona 20 sekúndur sem maður þarf að bíða þangað til bardaginn byrjar og getur það verið verulega pirrandi!

Maður lærir galdra og öll ability í gegnum hluti sem maður kaupir og ef maður hefur hann á í mörgum bardögum sem maður fær AP í þá fyllist upp mælir á hlutnum sem gerir það að verkum að maður getur notað það án þess að vera með hlutinn á, og er það sömuleiðis með galdranna. Þetta finnst mér koma vel út.

Það er ekki talað inná hann, og það er galli að mínu mati. Ég skil ekki af hverju þeir settu ekki raddir inná FF leikina fyrr en í X það er miklum skemmtilegra að hafa raddir finnst mér! En í leikjum með engar raddir er nauðsinlegt að hafa góða tónlist til að lýsa tilfinningum persónanna meðan þær tala. Nobou Uemaga er snillingur og semur hann hér tónlistina sem fyrr og tekst vel upp eins og áður, ekki eins vel og i VII en vel samt. Það má finna nokkra gullmola eins og lagið sem er í Main Menu þegar maður kveikir á leiknum, Black Mage Village theme song, aðal lag leiksins Melodies Of life og uppáhaldið mitt Dark Messenger sem er samblanda af orgelspili, gítar, trommum og electro music.

Grafíkin er ein sú allra flottasta á Playstation 1. Umhverfið er náttúrulega eins frábært og í hinum, karakterarnir raunverulegir í laginu og flottir miðað við PSX og FMV myndböndin líta vel út jafnvel enn þá daginn í dag.

Þetta er risastór leikur, þegar maður er kominn í endan hefur maður sitt eigið Airship og getur leikið sér að skoða allann heiminn sem er fullur af allskonar leinistöðum og aukaleikjum til að gera.



Að spila þennan leik er eins og að spila bók, söguþráðurinn, persónurnar og andrúmsloftið láta mann lifa sig inní þetta ævintýri eins og maður sé aðalpersónan sjálf, þetta er fyrst og fremst saga um vináttu og ást. Final Fantasy IX er einn af þessum leikjum sem eldast ekki og mun hann vera klassík í mínum augum alla tíð.


10/10