Oh já….þessi leikur….. hann er steik!

*********WARNIG-WARNING***********MJÖG LÉTTIR SPOILERAR*******

Það var bara þannig að ég kláraði ffX og litli bróðir minn líka.
Ég rakst á auglýsingu af Kingdom Hearts og sá allt þetta með Andrés önd, Guffa og allt Disney pakkið. Ég sagði bróður mínum frá þessu og varð hann himin lifandi (hann er nokkuð yngri en ég), allavega ég var ekkert æstur útaf þessum leik en nottla….FF eru bara svo góðir að ég gaf honum leyfi að kaupa leikinn og spila hann á PS2 tölvunni minni. Svo kom hann með hann einn daginn búinn að ver ökrandi á mig nokkra daga um að leikurinn væri að koma.
Allavega hann skellt'onum í og ég fylgdist með.

******************SMÁ LÝSING Á BYRJUN LEIKSINS*******************

Leikurinn byrjar á sýningu: Strákurinn sem maður leikur er Sora hann er 14 ára. Honum hafði verið að dreyma hitt og þetta undanfarið, voru draumarnir um að hann myndi hverfa inní svarthol og vinur hans Riku kom líka við sögu. Í drauminum lærir maður að berjast við svört kvikindi með sverði (nokkurs konar skugga), allavega það kemur líka massívur endakall (þótti okkur brósa byrjunin frekar erfið miðað við marga aðra leiki). Svo vaknar Sora, er maður þá staddur á eyjunni Destiny Island. Þar hefur Sora átt heima er maður þar með vinkonu sinni Kairi, (eiginlega svona besti vinurinn (Komandi kærasta held ég :P)) og öðrum vinum sem eru Riku: stærri og eldri en Sora, hann er líka hrifinn af Kairi.
og Wakka: JÁ WAKKA!!! hinn sami nema!.. yngri :) mun yngri svona 13-14
og Tidus: JÁHÁ =D…. hann er líka yngri en alltaf jafn æstur og lala…
og Selphie: Jáhámm líka sú sama og í 8.. þarna svona 11-12 ára!



Okey allavega byrjunin er róleg og fremur boring (mitt mat), marr getur barist í gamni við alla þarna (Riku lang erfiðastur).
Allavega svo fá þau Sora, Riku og Kairi þá flugu í hausinn að flytja burt af eyjunni því hún er mjög lítil og tilbreytingarlaus, einnig vilja þau skoða nýjar veraldir.
Dag einn geysar mikill stormur á eyjunni, koma í storminum litlu skugga kvikindin sem maður barðist við í drauminum og einnig sami endó kallinn marr vinnur hann og heldur áfram (marr er að reyna að finna Riku). Næst kemur maður að Riku þar sem hann segir að eitthvað hlið sé opið….ókey, svo segir hann manni að nú geta þeir látið drauma sína rætast með því að stökkva upp í einhverja kúlu í loftinu….. það gerist (þó nokkur Detail sem ég sleppti þó)
og maður sýgst inn…..

rankar maður svo við sér í öðrum heimi við það að Plútó =) er að sleikja mann í framann… maður helypur á eftir honum inn í bæ nokkurn og þar kemst maður að því að maður er staðsettur í Traverse Town.
****************ENDI SMÁ LÝSINGAR Á BYRJUN LEIKSINS**************

*********ÁLIT MITT Á LEIKNUM !WARNING! HUGANLEGIR SPOILERAR******

Tja leikurinn er fín skemmtun, bróðir minn er sjúkur í hann svo hann er frábær fyrir unga (9-13 ára). Allavega þetta er svona blanda af týpískum FF drama og skopskini Disneys =).
EN!!! það sem ég fíla VERST við þennan leik er málið með að klessa öllum Súper Dúper svölum, gömlum, klassískum og flottum Final Fantasy karakterum inní söguna!! T.D. er Squall (main characterinn í næst minnstu uppáhaldi hjá mér) komið fyrir sem nokkurs kona smá atriði, ég meina gaurinn verður eins og aumingi hliðina hjá 14 ára drengnum er lengra er komið á leikinn ( OG þetta á að gerast EFTIR enda Final Fantasy leikjanna…. Þú Veist EFTIR að Squall drap með vinum sínum enda kallinn æj ég meina kommon!).
Með Squall eru Aerith og Yuffie (Þær eru bara pínu smá auka char's í þessu >( ).
OG SVO!!! CLOUD!!! Örugglega flottasta main hetja nokkurs leiks frá upphafi veraldarinnar!!! HANN ER FOKKIN LOOSER Í ÞESSU!!!
HANN ER AUKAENDAKALL!!!!! Það er svoleiðis að hann joinaði Hades til að finna einhvern…

**********SPOILER***********
Ég er næstum viss um að Cloud er að leita að Sephiroth!!!! hann kemur líka fram.
**********ENDOFSPOILER******


Allavega þetta er fínasti ævintýraleikur þó svo að hann sé með nokkuð barnalegu ívafi. T.D. það drepst ekki sála í þessu (nema óvinir :)….OG þá heill hellingur af þeim).

8 af 10 stjörnum :)
Stranger things have happened