Hæ!

Veit einhver hvort einhvers staðar sé hægt að fara í fimleika fyrir þá sem hættu fyrir löngu og langar að fara aftur?

Ég er sem sagt 21 árs og dauðlangar að fara í fimleika. Veit alveg að ég á ekkert eftir að geta gert allt sem ég gat fyrir 10 árum, en það væri virkilega gaman að komast í stemmninguna!

Svo ef einhver veit um slíka hópa hjá einhverju félagi (á höfuðborgarsvæðinu) þá væri mjög gott að fá að vita af því :)