Samkvæmt öllum ferðahandbókum sem ég hef við hendina eiga að vera sex skálar auk eins neyðarskála.
En ég finn ekkert um það hvað þessir skálar heita eða neitt.
Hellisheiðin er svo rosalega falleg og mig langar að fara í skálaferð þangað eina helgi, en finn ekki neinar upplýsingar um það hvað þessir skálar heita.
Eini skálinn sem ég veit um er skátaskálinn sem er í eigu skátafélagsins landnema, en það er bara fyrir dróttskáta, og ég ætlaði að fara með 13 ára skátaflokk á hellisheiðina. Getur einhver gefið mér upplýsingar um skála á hellisheiðinni?
últra arty undirskrift