Þar sem margir íslendingar eru búsettir erlendis þá myndast alltaf ákveðin traffik fyrir jólin því að margir fara “heim” um jólin. Ég bý í danmörk með minni fjölskyldu og ætla 2 elstu strákarnir mínir að fara til íslands um jólin að heimsækja pabba sinn (og alla fjölskylduna sem býr þar). En það fer víst hver að verða síðastur að festa sér flugmiða því að mér skilst að allt sé að verða upppantað. Það versta við þetta er að það eru ekki eins góð tilboð á flugi og var í sumar. Ef einhver lumar á uppl. um góð tilboð á flugi þá væri gaman að fá að heyra af því hérna.