voip eða voice over internet address er eitthvað sem margir kannast við en hafa kannski ekki mikið komið nálægt því. Það er allavega ljóst að símafyrirtækin á íslandi eru að nýta þessa tækni og vegna þekkingaleysi landans.
dæmi tölvusíminn sem siminn.is er að bjóða. það er gott dæmi um forrit sem er verið að bjóða fólki gegn 990kr mánaðargjaldi og þá geta þeir sem skrá sig hringt frítt í heimasíma hvaðan að úr heiminum. Vá, veit ekki hverjir eru það heimskir að falla fyrir þessu en ég vona að þeir sem eru að falla fyrir þesus séu að lesa þessi orð.
Margir ættu nú að kannast við skype. Ef þið notið skype out eruð þið ða nota voip þjónustu hjá þeim. en hún kostar því miður. þá er komið að lokapunktinum hjá mér. Mig langar til að benda ykkur á nokkrar fríar þjónustur sem þið getið notað til að hringja frítt til ansi margra landa.

www.voipstunt.com : besta þjónustan að mínu mati. hægt að hringja frítt til tugi landa frá tölvu yfir í heimasíma. engin visa skráning ekkert. bara downloada eitt forrit.

www.gizmoproject.com : fær næstbesta sætið og á það vel skilið. frítt að hringja í yfir sextíu lönd og þó nokkur lönd sem er frítt að hringja í gemsa líka. viðkomandi verður þó að skrá sig líka. en eftir það er hann kominn inn.

www.vbuzzer.com: fær þriðja sætið. ekki frítt en kostar ekki nema 1cent til yfir tuttugu landa.

gæti haldið endalaust áfram. reynið bara að gúgla upp “voip service”. En í guðana bænum ekki falla fyrir gylliboðum sem er verið að bjóða hér á íslandi. Síminn, ogvodafone, sko og hive ættu löngu að vera búinir að bjóða frítt í heimasíma og lækka gemsasímtölin niðiur fyrir 10krónurnar.