Mig langar að biðja fróða menn um smá hjálp hér. Þannig er
mál með vexti að síminn minn (Nokia 3210) hefur verið
batteríslaus um tíma. Ég hafði engar stórar áhyggjur af því
þar sem Talfrelsi inneignin mín var hvort sem er á núllinu. Í
dag keypti ég mér svo inneign og ætlaði að hlaða símann.
Þegar ég setti hann í hleðslu kom bíp og á skjánum stóð
“contact service”. Ég prufaði að slökkva á honum og kveikja
aftur enn það var sama sagan. Ég skipti líka um kort í
honum en “contact service” er það eina sem stendur á
símanum. Hefur einhver fengið svona skilaboð á símann
sinn og getur sagt mér hvað þetta er?

Ps. ég hringdi í þjónustuver TALs en gaurinn þar vissi
ekkert um þetta!