Jæja, loksins er bannerakeppninni lokið. Ég er búin að setja upp kubb með öllum þeim bannerum sem bárust í keppnina. Ég held að ég hafi alveg örugglega engum gleymt.

Það kom upp vandamál varðandi könnunina. Það er búið að samþykkja kannanir meira en mánuð fram í tímann svo annað hvort verð ég að biðja vefstjóra að hnika þeim til eða að eyða einhverri sem er komin til að koma bannerakönnuninni að. Það er spurning hvað ég geri í þessu en það kemur í ljós fljótlega. Ég vænti þess ekki að þið viljið bíða eftir þessu í mánuð eða hvað?

Bætt við 25. apríl 2007 - 16:44
Könnunin kemur eftir nokkra daga.