The Light Fantastic
Terry Pratchett
‚Just clearing my throat,‘ said Rincewind and grinned. He had put alot of thought into that grin. It was the sort of grin people uses when they stare at your left ear and tell you in an urgent tone that tey are being spied on by secret agents from the next galaxy. It was not a grin to inspire confidence. More horrible grins had probably been seen, but only on the sort of grinner that is orange with black stripes, has a long tail and hangs around in jungles looking for victims to grin at.

The Light Fantastic er beint framhald af The Color Of Magic og segir frá því hvernig galdramaðurinn Rincewind og félagi hans Twoflower hrekjast í gegnum Diskheim sem virðist stefna óðfluga í heimsendi. Hundeltir af galdramönnum, æstum múg og undir ægivaldi öflugustu galdrabókar Margheims hefur Diskheimur aldrei verið fyndnari.

-SPILLIR-
Athugið að gagnrýnin neðst inniheldur ekki spilla.

Eftir að galdramaðurinn (í mjög víðum skilningi orðsins) Rincewind fellur fram af brún Diskheims bjargar Octavo (myndi útleggjast Áttandur eða eitthvað svoleiðis á íslensku) , öflugasta galdrabók í heimi, honum og sendir aftur upp á meginlandið. Á meðan uppgötva galdramennirnir í Ankh-Morpork að Diskheimur muni eyðast nema að allir átta galdrar Octacvo séu lesnir. Og einn af þeim göldurm felur sig í höfði Rincewind. Rincewind verður eftirlýstur af öllum galdrareglum Disksins og í þeirri forystu er Trymon, gamall skólabróðir Rincewind sem vill fá galdurinn á sitt vald.

Eftir að Rincewind , sem hefur fundið Tvíblóma (Twoflower) aftur, tekst að flýja galdramennina á mjög skemmtilegan hátt, komast þeir að því að Great‘Atuin (Rosa‘Atuin), heims skjaldbakan sem ber Diskheim, er á braut í geimnum sem mun leiða það beint í gegnum rauða stjörnu með átta tunglum. Rincewind og Twoflower fá Cohen barbara (Cohen the Barbarian) til þess að fylgja sér (tannlausri ellærri parodíu af hetju) og Bethan, mey sem átti að vera fórnað en var bjargað af Cohen (með hjálp Rincewind og Twoflower).

Rincewind verður brátt einn af mjög fáum sem komast inn á landareign Dauðans í lifanda lífi. Hann er nærri því drepinn þegar hann hittir hina ættleiddu dóttur Dauðans Ysabell, en er bjargað af Farangrinum (Luggage). Hópurinn hittir einnig fyrir fólk sem trúir statt og staðfastlega á komandi heimsendi og heldur til fjallanna. Ekki fyrir vörn heldur út af betra útsýni. Einnig lenda þau í einni af undarlegu búðunum sem hverfa og birtast upp úr engu.

Þegar stjarnan kemur nær dvína galdrar Diskheims, og Trymon reynir að setja alla galdra Octavo í huga sinn til þess að reyna að bjarga heiminum og öðlast algert vald. Því miður vory galdrarnir of öglugir til þess að Trymon gæti stjórnað þeim og verður hann að gátt inn í Dýfflissu Víddirnar (Dungeon Dimensions) og í gegnum hann reyna ægilegustu skepnur sem aldrei hafa verið til að sleppa inn í raunveruleikann. Eftir að hafa rétt naumlega náð að berjast við þessar einhverskonar skyldmenni veru tekst Rincewind að lesa alla átta galdra Octavo upphátt; og þá brotna tunglin átta í kringum rauðu stjörnuna í sundur og úr hverju og einu þeirra svífur lítil heims skjaldbaka sem fylgja foreldri sínu burt frá stjörnunni. Síðan er Octavo étin af Farangrinum (Luggage).

Í lokin kveður Twoflower og heldur heim í Agatean Empire en gefur Rincewind farangurinn í skilnað.

…-…

Lang fyndnasta Discworld sagan (sem ég hef lesið og hingað til). Tekur parodíu fílinginn úr TCOM og setur í betra form þar se mekki er gert grín að einstökum bókmenntum heldur fantasíu í heild, svo sem hetjan Cohen og mærin Bethan. Bókin gerist á mjög góðum hraða og gerir öllum öflum innan hennar góð skil. Í lok bókarinnar var ég næstum búinn að tárast, en aðskilnaður hetjanna var… ég bara saknaði þeirra. Ef að þú varst vonsvikin/nn af The Color Of Magic þá gefðu þessari séns og komdu þér aftur inn í Diskheim!

Einkunn: 8,0

Flokkur: Rincewind

Útgáfurár: 1986

Nr. 2 í Discworld bókaröðinni

Athugið að mynd var gerð eftir bókinni, ekki alveg jafn góð en vel þess virði að sjá.