Ókei, var að ljúka við að lesa bók númer tvö í fyrsta skipti.. haha. Er semsagt algjört newbie í Eragon en ég þó svo að það sé, þá held ég að þriðjabókin muni ljúka einhvernveginn svona:

Murtagh brýtur eiðin við Galbatorix, fórnar sér fyrir Eragon eða Safíru og mun því hljóta dauða.

Eragon og Roran munu bjarga Katrínu, þau giftast og þeir báðir munu drepa Rasakkana og flugblökur þeirra (augljóst, ég veit)

Orrin konungur og Nasuada munu enda saman.

Solembum og Maud munu enda saman. (Varkettir, tíhí)

Eragon og Arja ? Ég held að það sé pottþétt mál, höfundur myndi aldrei fara að skálda upp aðra persónu sem er ægifögur og blablabla í seinustu bókinni(spádómur Angelu). ALLAVEGA eitthvað friends with benefits.

Svo er það spurningin.. Hvað verður um seinasta eggið? Sjálf myndi ég giska á að það yrði álfur sem myndi verða seinasti drekariddarinn af þeirri kynslóð. Get vel ímyndað mér að Eragon muni bjarga seinasta egginu og gefa Vanir eða Örju það eða eitthvað. Finnst mjöög ólíklegt að drekariddarinn verði dvergur.

Safíra og eggið þarna mun þar af leiðandi verða makar :)

Já, og ég held líka að Horst muni deyja, veit ekki af hverju. Horst eða Birgit, ekkja Kvimby.

Úrgalar munu fá frið frá hinum kynþáttunum.

Galbatorix mun að sjálfsögðu deyja, Verðirnir vinna Veldið og tími dreka og drekariddara koma aftur yfir í Alagesíu.

Man ekki fleira.
, og samt ekki.