Guilty Pleasure - Anita Blake Guilty Pleasure er skáldsaga eftir Laurell K. Hamilton. Þetta er fyrsta bókin í bókaflokkinum Anita Blake: Vampire Hunter. Sagan á sér stað í borg í Bandaríkjunum og gerist þó nokkuð fram í tímann. Á þessum tíma eru vampírur orðnar stór hluti af samfélaginu og margir berjast fyrir rétti þeirra. Flestir líta á vampírur sem venjulegt fólk bara með beittar augntennur.

En Anita Blake, aðalpersóna bókarinnar, veit betur. Hún hefur séð þá hryllilegu hluti sem vampírur hafa gert öðrum og henni. Hún hatar ekkert meira en vampírur. Í gegnum lögregluna þá veiðir hún vampírur sem hætta stafar af og drepur þær og margar vampírur óttast hana og þekkja hana undir nafninu The Executioner. En einnig er hún það sem er kallað animator í bókinni. Animator hefur hæfileika til þess að kveða upp uppvakninga og einnig kveða þá niður. Anita er mjög sterk í þessu fagi og hefur einnig þann hæfileika að hún á mjög auðvelt með að greina aldur og mátt vampíra sem kemur sér vel í hennar fagi.

Upp á síðkastið hefur hún verið að rannsaka með lögreglunni fjöldamorð á vampírum þar sem hjartað er skorið úr og hausinn rifinn af þeim. En það eru fleiri sem vilja finna morðingjann en lögreglan. Þegar Anita er plötuð inn á fatafellu klúbbinn Guilty Pleasure lendir hún í klemmu sem hún kemst ekki úr, ekki ef hún og vinkona hennar vilja lifa lengur. Þaðan fer hún með vampíru sem hún hefur rekist á áður ,Jean-Claude sem leiðir hana í undirheimana þar sem hún hittir hina hryllilegustu vampíru. Saklaus ung stúlka, kannski 13 ára, útlit með fegurð á við engil en er í raun um 1000 ára gömul vampíra sem stjórnar allri borginni. Þessi vampíra minnti mig frekar mikið á Claudia úr Interview with the Vampire sem er auðvitað eftir Annie Rice. Þessi vampíra vill að Anita finni út hver er að myrða vampírunar. Anita vissi að þarna var hún í djúpum skít en hún vissi ekki að hún ætti bara eftir að sökkva lengra og lengra. Vandræðin voru bara rétt að byrja.

Eins og áður var sagt þá er þetta fyrsta bókin í seríunni um Anita Blake. Það er búið að gefa út alls 14 bækur sem heita eftirfarandi:

Early Adventures.
1. Guilty Pleasure.
2. The Laughing Corpse.
3. Circus of the Damned.
4. The Lunatic Cafe.
5. Bloody Bones.

Sleeping with the enemy.
6. The Killing Dance.
7. Burnt Offerings.
8. Blue Moon.
9. Obsidian Butterfly.

Closer to the undead.
10. Narcissus in Chains.
11. Cerulean Sins.
12. Incubus Dreams.
13. Micah.
14. Danse Macabre.

Mér finnst þetta vera alveg ágætis bók, létt í lestri, skemmtilegur húmor og fínt plott. Ég rakst á bókina á bókasafni en auðvitað áttu þau ekki þá næstu svo að ég er ekki búin að lesa neitt meira ef seríunni en ætla mér að gera það hvort sem það er Eymundsson eða Amazon.
Ég veit að það eru til einhverjar myndasögur um Anita Blake en ég hef ekki kynnt mér það.

‘I don’t date vampires. I kill them.’
kveðja Ameza