Christopher Paolini Christopher Paolini fæddist þann 17.nóvember 1983 í Kalíforníu. Foreldrar hans heita Kenneth Paolini og Talita Hodgkinson og hann á eina systur sem heitir Angela. Hann
er af ítölskum uppruna. Hann ólst upp í Paradísardal í Montana, var kennt heima og útskrifaðist úr menntaskóla 15 ára með fjarmenntun í American School Chicago. Eftir
útskriftina byrjaði hann að vinna í bókinni Eragon sem er sú fyrsta í Inheritance bókaflokknum.

Helstu áhrifavaldar Paolinis eru Tolkien, Dragonriders Of Pern, Star Wars, Lord Of The Rings og margir fleiri. Paolini sækir náttúruinnblástur að miklu leyti í Paradísardal
sem hann ólst upp í. Árið 2002 var Eragon gefin út af foreldrum hans í gegnum Paolini Internatinonal LLC sem var bókaútgáfa sem foreldrar hans stofnuðu.

Paolini teiknaði sjálfur kápummyndina á fyrstu útgáfuna, sem var mynd af auga Safíru og hann gerði einnig kortin inn í bókinni. Til að koma bókinni á framfæri ferðaðist
Paolini í yfir 135 skóla og bókasöfn og ræddi lestur og skrif. Í einni af kynningarferðum hans flutti hann ræðu í skóla stjúpsonar Carl Hiaasen. Carl leist svo vel
á bókina að hann sagði útgefenda sínum, Knopf frá henni og Knopf gerði tilboð í útgáfu á Eragon og afganginum af Inheritance bókaflokknum. Seinni úgáfa Eragon var gefin út
í ágúst 2003. Þegar Paolini var 19 ára varð hann vinsælasti rithöfundurinn á metsölulista New York Times.

Eldest, framhaldið af Eragon kom út 23.ágúst 2005. Þriðja bókin er væntanleg á næstunni. Mynd var gerð eftir Eragon sem var heimsfrumsýnd 14. og 15.desember 2006. Þar fór
Edward Speelers með hlutverk Eragon. Meiri upplýsingar. Einnig hefur verið gerður samnefndur tölvuleikur.

Tenglar:
Alagaesia.com
Kvikmyndin um Eragon

Heimildir:
Wikipedia