Gleymt lykilorð
Nýskráning
Dýr

Ofurhugar

hulda hulda 2.742 stig
bodvarg bodvarg 1.400 stig
lakkris lakkris 1.236 stig
lilje lilje 1.154 stig
Regza Regza 992 stig
Gungun Gungun 966 stig
icecat icecat 834 stig

Stjórnendur

Gustur (4 álit)

Gustur Hehe þarna er hann tveggja vetra þegar pabbi keypti hann handa mér :)

Gler kattfiskur. (7 álit)

Gler kattfiskur. Mjög skemmtilgir og flottir fiskar. Ég átti einu sinni svoleiðis en þeir lifðu ekki lengi sem var það versta.

Gamlar íslenskar stangir, en nothæfar! (8 álit)

Gamlar íslenskar stangir, en nothæfar! Þessar stangir eru 40-50 ára gamlar, ef ekki mun eldri, þær fundust á Kársstöðum og fékk ég leifi til þess að taka þær með mér og nota þar sem ég er sú eina þarna(reyndar bara fyrrum stjúpdóttir bóndans) sem er í hestum í dag.

Þessar stangir voru notaðar upp í hest sem við vorum með í hagagöngu, með þessum stöngum réð ég ágætlega við hann en svo fór einhver að rífast yfir þeim og lét okkur hafa tvískiptmél og sagði okkur að nota. Þá rauk klárinn og grítti mér illa af, eftir það var hann sendur í slátur eða allavega burt..

Þokki minn tók eitthvað kast grítti mér bara af og rauk mikið, ég mátaði stangirnar á hann, inni í gerði eftir að hafa látið hann éta með þær og þá var hann hreinlega barnvænn, hesturinn sem aldrei freiddi eða japlaði á mélum bruddi mélin í kyrrstöðu og var rosalega sáttur. Að geta farið heilan reiðtúr á feti var hreinlega æðisleg breyting þar sem klárinn var farinn að rjúka heilu reiðtúrana þar sem hann var kominn í þvílíkt form. Ég var aldrei að taka á stöngunum, taumurinn var oftast slakur og keðjan í síðustu götunum, en hinsvegar gat ég tekið aðeins meira í hann ef hann óhlíðnaðist svo, stangirnar björguðu málunum gjörsamlega.

Seinna reyndi ég að nota aðrar stangir þar sem einjárnaðar stangir eru bannaðar í keppni en Þokki var bara ekki tilbúinn að sætta sig við þær, beit mélin föst og hristi til dæmis, gaf sig bara ekki almennilega, en sættist við hálfstangir að lokum.

En þetta er orðið nógu langt, í raun eru þessar stangir bara dýrgripur og verða aldrei seldar, ef eigandinn áhveddi að selja þær fengi ég örugglega þær auðveldlega, en þessar stangir eru bara ekki verðmetanlegar =)

Skuggi (9 álit)

Skuggi Skuggi búinn að flækja sig

Gaurinn minn að éta (2 álit)

Gaurinn minn að éta Hérna er hann Ljúfur minn að éta upp í sveit og aðeins að fylgjast með mér í leiðinni ;)
Þessi mynd er tekin sumarið 2005 :)

Vetur á Þúfu. (18 álit)

Vetur á Þúfu. Hérna er ræktunarmeranar á Þúfu og ungu merarnar.. systir Kvist er þarna, hún er þessi jarpskjótta en af þeim fremstu. Svo er móðir hans eitthver staðar þarna. En hún er dökkmóálótt. Tók þessa í fyrra þegar snjór var nýfallinn.

Það er gaman að segja frá því að eitt af folöldunum frá Þúfu, Kóróna frá Þúfu, fékk þriðju verðlaun á folaldasýningu núna á dögunum. Hún sýndi bara brokk, ekkert tölt.. :/.. Kóróna er bara flott á litinn :)

– Lilje

Frosti (6 álit)

Frosti Að pósa.

Styr (4 álit)

Styr herna er Styr nykominn a nyja heimild sitt i sumar.
Thessi litla rauda heitir Freyja og var hun fyrst til ad skoda nyja felagann

sorry talvan vill ekki gera islenska stafi

Smella (5 álit)

Smella sæta merin mín sem kom óvænt í heiminn í september:D

sól (7 álit)

sól Hún er frá því í sumar af mér og hestinum mínum sem er á tölti
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok