Vinkona mín var nýlega að segja mér frá því að mamma hennar hefði fengið lánað hjá vinkonu sinni eitthvað “galdra”dót, og sagði mér m.a. frá einhverskonar kúlu sem að svaraði spurningum. Hún virkaði þannig að maður spurði hana spurninga og hún svaraði annaðhvort með því að snúast í hringi eða sveiflast fram og aftur líkt og pendúll; þessar hreyfingar áttu semsagt að tákna “já” og “nei”.

Mér fannst þetta ansi áhugavert og spurði hana hvar þessi kona hefði fengið þetta en hún vissi það ekki.

Því spyr ég, veit einhver meira um þetta apparat og ef til vill (núna er ég kannski aðeins of bjartsýn) hvar svona tæki fæst? Ef það fæst þá á Íslandi…

Með fyrirfram þökk,
*Veela*