Hæ, ég var að lesa smá í Öldinni okkar sem var gefin út árið 1975 af Iðunni (vill ekki verða sakaður um ritstuld, skrifaði upp úr bókinni :). Og þar er eftirfarandi frásögn sem skrifuð var í Mbl 02.02 1944.

Reimleikar í líkbíl:

Blaðið hefur frétt um einkennilegan atburð sem gerðist hér í bænum fyrir stuttu síðan. Maður nokkur ætlaði að kvöldlagi með bifreið sína á bílaverkstæði. Maður þessi hefur greiðan aðgang að verkstæði þessu. Er maðurinn kom að verkstæðinu fór hann fyrst inn um dyr sem eingöngu eru ætlaðar mönnum, til að opna dyrnar, er bifreiðum er ekið um. Tekur hann ljós er hann ætlaði að nota til að lýsa sér leið um verkstæðið, að ljósrofanum. Þegar maðurinn kemur inn á verkstæðið, verður hann þess var að, að vél einhverrar bifreiðarinnar er í gangi. Hélt maðurinn í fyrstu að þetta myndi stafa af athugunarleysi þeirra, er þarna gengu seinast um. Þar sem hann verður ekki var við að nokkur lifandi sála sé þar inni, lætur hann ljósið falla á bifreið þá er var í gangi. En um leið og ljósið fellur á bifreiðina, sem var líkbíll, deyr ljós það, sem maðurinn hélt á í hendinni, og um leið var eins og allt ætli um koll að keyra, þvílíkur var gauragangurinn. Maðurinn gat þó komist að slökkvaranum, en um leið og hann kveikti datt allt aftur í dúnalogn.

Snilldarsaga sem mig langaði að segja ykkur frá :)