Dulspeki og trú II Jæja.

Miðað við þá gagnrýni sem að ég fékk út á hina greinina þá langar mig endilega að skrifa hérna smá klausu til að svara viðbrögðum ykkar og spurningum.

Í fyrsta lagi þá er það augljóst að margir hérna á huga þurfa endilega að ofgreina marga hluti og þurfa svör við svörum til að svara svörum. Fáir geta setið á sér og leyft fólki að trúa og sýna fram á afhverju þau trúa eða afhverju þú stunda e-ð eða elska e-ð. Ég veit ekki hvaða þörf þetta er, eflaust er þetta þörfin til að sanna að þið vitið betur, ég veit það ekki.

Neikvæð gagnrýni er rosalega slæm, eða það finnst mér og eflaust rosalega mörgum öðrum hugurum hér. Það er stór munur á að spurja og forvitnast og svo hinsvegar að þurfa að koma með “bíddu, hvað meinaru? þetta er fáránlegt af því að .. blablabla.”

Ég er ekki að biðja ykkur um að trúa, ég er ekki að biðja ykkur um að taka mig alvarlega. Það eina sem ég og aðrir hérna sem eru að opna sig og leyfa ykkur að skoða inní okkar hugarheim erum að biðja um er smá virðing fyrir náunganum og smá virðing fyrir því sem að við erum að rannsaka og skoða. Hversvegna eruð þið að stunda dulspeki áhugamálið ef þið hafi ekki opinn huga? Það er ómögulegt að ætla að kynna sér mismunandi hliðar spíritisma, trúar eða lífspeki án þess að hafa opinn huga og þurfa ávalt að koma með rök á móti öllu.
Rök eru góð, en þegar fólk ræðir sínar eigin hugmyndir þá er að minnsta kosti kurteisi að sína virðingarvott og koma ekki með skítkast yfir næsta mann yfir því hverju hann trúir.

Ég vil svara hérna nokkrum einstaklingum og spurningum þeirra. Ég biðst afsökunur ef ég hljóma bitur eða byrsti mig við ykkur. Þetta er bara orðið einstaklega þreytandi að þurfa að standa upp og berja frá sér í hvert skipti sem maður opnar sig eilítið.

Margir tóku mína hliðsjón á þröngsýni voðalega inná sig. Eflaust alhæfði ég um of en þetta er það versta við huga. Fólk horfir ekki á heildarmyndina heldur spólar í sömu drullunni að vesenast í að skíta yfir e-ð sem skiptir engu máli. Ef þið viljið koma ykkar kenningum á framfæri, skrifið grein og fáið mismunandi álit þar. Það sem að ég átti við með þröngsýninni er það að ég vildi endilega frekar að þið mynduð opna aðeins á ykkur hausinn, kynna ykkur efnið og gagnrýna svo. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem þurfa að miða á einhver svona smáatriði og skjóta þau í kaf. Leiðinleg sjón á nýja hluti.

Einhverjir segja að notkun tarot spila sé gagnslaus og hafi verið afsönnuð af Darren Brown. Það getur vel verið að hann hafi komið með mörg góð rök og stuðst við sálfræði og ég efast ekki um að maðurinn sé meistari. En ég tel svona menn persónulega einungis vera nýjustu týpur af sófistum. Daginn sem Darren Brown getur afsannað að miðlar, spádómar og líf eftir dauðann sé bull skal ég trúa því að tarot spil, steinar, lófalestur og heilun sé bull. Tarot spil eru ekkert andlega tengdari heldur en klósett pappírinn sem þú skeinir þér á, það er manneskjan sem heldur á þeim sem gefur þeim merkingu, miðillinn. Það getur ekki hver sem er spáð í spil, ekkert frekar en að ekki hver sem er getur leyst erfiðar stærðfræðiformúlur. Það er bara ekki á allra valdi. (Fyrir ykkur sem skjóta á smáatriðin þá var þetta ekki tilraun til að tengja stærðfræði við tarot spil)


Einhver sagði;
Derren Brown: Messiah en það fjallaði einmitt um það hvað fólk tekur yfrnáttúrulegum fyribærum og trú sem sjálfsögðum og réttum hlut án þess að skoða virkilega hvort það sé satt og rétt.

Mér nánast varð illt við að lesa þetta. Hvað er þetta? Ég get sagt ykkur það að spádómar, miðlar og allt fram eftir því hefur verið skoðað ofan í grunninn oftar en Darren Brown hefur litið í spegil yfir ævina. Ef þið þarna úti sem gagnrýnið mig sem mest mynduð kynna ykkur spíritisma, sögu, fundi og rök þá mynduð þið eflaust fá allt aðra sýn á hlutina. En ykkur finnst eflaust auðveldara að taka Darren Brown mun meira alvarlega þar sem hann kemur í sjónvarpinu. Þetta kalla ég að taka einhverju sem sjálfsögðum og réttum hlut án þess að skoða það ofan í grunninn. Er þetta ekki nákvæmlega það sem að hann Darren ykkar er að tala um? nákvæmlega það sem að þið eruð að gera með þessu statement?


Annar sagði:

Reyndar verður að taka fram að í mörgum tilfellum er fólk alveg gjörsamlega hissa á að vera afsannað í svona testum… þannig að þetta fólk er ekkert endilega að ljúga. Þetta er frekar dæmi um “sjálfsdáleiðslu”, til dæmis í dowsing þegar fólk lætur óafvitandi hendina hreyfast vegna sjálfsdáleiðslu.

Þetta er að mörgu leiti rétt hjá þér. Hugurinn er stórkostlegur hlutur sem að við fáum ekki útskýrt á allan þann hátt sem við viljum. Hinsvegar er ekki hægt að afsanna með sjónvarpsþætti alda langa speki og reynslu milljónir manna með einum manni. Það er ómögulegt þegar kemur að dulspeki, annað er með t.d. læknisfræði.
Fólk með náðargáfu er ekki tengadara yfir heldur en fólkið hinu megin leifir því að vera. Hversu tengdur helduru að miðill sé ef að hann stendur á sviði og á að töfra fram framtíðina á silfurpakka fyrir framan milljónir manns? Það er eitt að vera miðill, annað að vera kraftarverka maður.


En einn spurði;

Hvar er það þá? (fólkið hinumegin) það hlýtur að vera einhvers staðar. Og ætli sá staður fyllist aldrei?

Og þegar allir sem þau þekktu á jörðinni eru látnir, við hvern hafa þau þá samband? Hafa þau bara samband við einhvern?


Enginn veit í raun hvar þetta fólk heldur sig, en það má ýminda sér mjög svipað dæmi og þegar þú leggur tvær sápukúlur sama, þær eru tvær í raun en sameinast í eina. Þú sérð bara eina sápukúlu þó þær hafi verið tvær til að byrja með. (nú reynir á ýmindunaraflið). Sjáðu fyrir þér að jörðin okkar sé þessi sápukúla, sameinuð af tveimur “heimum” Þarna búum við á takmörkuðu svæði.
Þeir sem deyja fara “yfir í hina sápukúluna” hún er ósýnileg, ótakmörkuð og í henni er enginn tími og rúm. Endalaust af öllu en í raun ekki neinu.

Þetta er flókið að útskýra og það tekur mikinn lestur og mjög svo opinn huga til að skilja hugtakið.

Sálir sem fara yfir eru í raun efnislausar svo þær taka ekkert pláss. Það er enginn líkami, bara andi. Finnst þér persónuleikinn þinn og lífsandi taka mikið pláss? Er það ekki bara hið líkamlega og áþreyfanlega sem tekur pláss?
Enginn líkami, engar líkamlegar þarfir eins og að borða, stunda kynlíf eða sofa heldur.

Vitringur sagði og spurði;

Hindúar og búddistar trúa því til dæmis ekki.
Og samkvæmt raunvísindunum gerist ekkert þegar við deyjum. þ.e. við endum hreinlega. vitund okkar slökknar.

Búddismi er “way of living, not believing”. Það er stór munur á dulspeki og guðlegri trú. Rosalega stór munur, þetta er engann veginn skylt.
Þegar ég tala um að trúa þá er það ekki tengt trú á e-ð guðlegt. Heldur einfaldlega að trúa, líka og að trúa einhverju uppá einhvern t.d. (kjánalegt dæmi?)

Raunvísindin segja okkur líka að það sé líkamlega ómögulegt fyrir stúlku sem er 45 kg eða lyfta uppí þrefaldri líkamsþyngd sinni án þess að nota vogarafl. Það er samt hægt ekki sagt? Það er til og það er sannað.
Einnig segja raunvísindi okkur að það sé ómögulegt fyrir mannslíkamann að liggja í vatni gráðu yfir frostmarki til lengri tíma án þess að fá hjartastopp.
Hvað þá með manninn sem á heimsmetið í að synda í sjónum á suðurskautinu? Dundar sér við að stinga sér og synda til lengri tíma án þess að sjáist neitt á honum.

Er þetta hægt? Já. samkvæmt vísindum nei, samkvæmt trú á hugarorku, já.
Þetta kallast að stjórna aðstæðum, stjórna huganum. Ef þú trúir þá gerist það. Ef þú trúir að þú getir lyft 150 kg og efast ekki eina sekúndu þá er ekkert sem getur stöðvað þig. Þú ræður útkomunni.

Hafið þið aldrei fengið þessa tilfinningu að þið bara vitið að þið getið e-ð og þið bara gerið það? og það bara tekst?
Power of the mind.



Seinna þegar þú talar um orku þá vinsamlegast ekki nota orðið orka. Notaðu frekar “plat orka sem dulspekingar reyna að sannfæra fólk með” því einfaldlega “orka” á það til að rugla fólk í rýminu því það tengir hana við raunverulega orku. Ef þetta er raunveruleg orka þá væri hægt að rannsaka þetta allt á vísindalegan hátt. Ástæðan fyrir því að það er hins vegar ekki gert… er að þetta er ekki raunveruleg orka… því þá hefði eitthvað komið úr rannsóknunum.

En allir nota þetta orð, orka, því það er orka til staðar. Þó hún sé ekki áþreyfanleg eða sýnileg.
Og það vill svo heppilega til að þetta er nú bara sannað sem orka.
Hefuru heyrt um punktanudd? Orkustöðvar líkamans? Orkustöðvar hugans? Orkustöðvar tilfinninga?

http://www.rolf.est.is/adal_orkustodvar_likamans__1.htm

http://www.viskaoggledi.is/heilun/orkustodvar.htm

http://www.vitund.is/vitund/orkustodvar/orkustodvar.asp?id=34

þetta er lítið útskýrt svosem hér, en þetta er það sem er notast við t.d. við lækningar á sálarmeinum og fleira. Þetta er einnig notað í mikið af nútíma sálfræði til að hjálpa þjáðum einstaklingum.
Þetta er einnig notað í punktanudd (shiatsu, aldargömul aðferð. Hún er eflaust notuð en þann daginn í dag því hún, hmm, virkar) eða heilunarnudd;

http://www.brjostakrabbamein.is/bati-endurnyjun/verkir/ohefdbundnar-leidir/andleg-heilun-smaskammtal/



Af hverju er alltaf verið að berjast fyrir því að fólk sem heldur uppi og reynir að dreifa ranghugmyndum fái að gera það í friði?
Af hverju er alltaf litið á gagnrýni og efahyggju sem skítkast og hroka.

Það er enginn að dreifa ranghugmyndum um eitt né neitt. Þetta er tilraun til að sýna fólki inní okkar heim, það sem við stundum og reyna að koma í veg fyrir misskilning. Ef fólk er svo vitlaust að trúa öllu sem það er matað á það ætti það ekki að vera að skoða þetta áhugamál yfirleitt. (Og hví ert þú að skoða þetta áhugamál? til að afsanna tilvist hins andlega? tilhvers ertu þá hér? Fólk sem hefur áhuga á þessu tekur ekki mark á svona vitleysu. Vertu ekki að hanga inná þessu áhugamáli ef þú hefur engann áhuga yfirleytt).
Það er eðlilegt að efast. En það er guð minn góður, stór munur á að efast og að koma með skítkast og saka einhvern um heimsku og ranghugmyndir. Hvaða rök hefur þú fyrir því að þetta sé bull? Hvaða rök hefur þú til að afsanna kenningar okkar?

En hún er samt sem áður fáfróð og hefur rangt fyrir sér. Bara vegna þess að einhver trúir því ekki að maki hans sé að halda fram hjá viðkomandi þýðir ekki að það geti ekki verið satt.
Að sama skapi hefur hún rangt fyrir sér, sama hversu heitt hún trúir að þetta sé rétt.
Trú og sannleikur tengist ekkert.

Mér lýst vel á þetta. Smá heimspeki er alltaf góð í svona umræðum. Það er satt, himininn verður alltaf blár þó þúsundir manna myndu segja annað. En, ég get fært staðgóð rök fyrir því að himininn sé blár. Getur þú sannað fyrir mér að það sé ekki líf eftir dauðann? Að það sé engin andleg tenging milli lífs og dauða?

Við erum inn á vísindum og fræðum

Við erum inná dulspeki. Ert þú að villast?


og því vildi ég helst að talað væri um dulspeki á fræðilegan hátt.

Er einhver einn réttur háttur á að ræða saman hérna? Er e-ð annað trúverðugra en hitt þó að grunnurinn sé sá sami og umræðan í raun sú sama?

En það að segja að með messuhaldi komist menn í samband við guð,

Hvenær ætlaru að ná því að við erum ekki að ræða neitt tengt guði hérna?

að með tarot spilum sé hægt að sjá inn í framtíðina og að miðlar geti í alvöru talað við látna er hrein og bein lýgi og á ekki heima hér á vísindum og fræðum.

sannaðu fyrir mér hvað lyginn liggur, hvaða sannanir hefur þú? Hefur þú komið á marga miðlafundi? Hefur þú upplifað orkunotkun? Hefur þí verið snertur af einhverju sem þú sérð ekki?

Ef fólk vill vaða í eigin fáfræði þá ætti það að berjast fyrir því að áhugamálið verði fært á /lífstíll, því trú eru hvorki vísindi né fræði, það er lífstíll.

Aftur, upplýstu mig. Hversvegna er þetta fáfræði og hvaða rök hefur þú fyrir því að ég fari með lygar? Ekki koma með raunvísindi. Mannkynið hefur löngum sannað að raunvísindi segja alls ekki allt. vitna í það sem ég sagði hér fyrir ofan um raunvísindin áðan.

Trú er nú víst fræði. Trúarbragðafræði sem dæmi og það eru mikil vísindi á bak við trú.
En og aftur, dulspeki og guðleg trú eiga enga samleið.





En og aftur

Það er enginn hér til að leika VottaJehóva og reyna að mata ykkur á einhverju til að trúa. Þetta er áhugamál sem nær aðeins dýpra heldur en mörg önnu áhugamál. Þetta er allt spurning um að opna hugann og trúa ef maður vill, efast að vild.
Ég er ekki að biðja ykkur um að kasta frá ykkur öllum hugmyndum, kynnið ykkur bara hlutina áður en þið ýtið þeim til hliðar

Ég er ekki að biðja ykkur um að hafa áhuga, en ef þið hafið ekki áhuga sleppið því þá að vera að skipta ykkur af.

Ég og aðrir sem höfum áhuga á þessu hérna stígum ekki á ykkar persónulegu skoðanir og trúr því við erum ekki sammála. Virðið náungann og komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur.

Og ég held mig enþá við það sem ég sagði, þröngsýni er það þegar þú afneitar einhverju án þess að hafa kynnt þér það til hlítar. Það að efast og spyrja er að kynna sér hlutina, það er rétt. En það að segja að matur sé bragðlaus án þess að vilja smakka hann er afneitun.

Vonandi hafið þið aðeins opnari huga í þetta skipti.