Er í rauninni trúfrelsi á Íslandi? Í 9 grein Mannréttinda Sáttmála Evrópu Stendur orðrétt;

9. gr. [Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi.]1)
1. Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.
2. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna almannaheilla, til verndar allsherjarreglu, heilsu manna eða siðgæði eða rétti og frelsi.
1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

Á miðöldum í Evrópu var fólk drepið fyrir trúskoðanir sínar og athafnir. En hefur fólk þroskast og orðið umburðarlyndara? En er það bara hluti að mannlegu eðli að óttast allt sem menn skilja ekki? Eða er múgsefjunin í dag svo mikil að enginn rauninni stjórnast af eigin vilja? Í rauninni hefur ekkert breyst. Þetta liggur bara djúpt undir yfirborði samfélagsins. Ég virkilega vona það að börnin mín fái það tækifæri að búa í samfélagi sem er laust við alla þess konar fordóma. Þar sem hver og einn einstaklingur hefur frjálsan vilja og frelsi til að marka sína eigin skoðun og taka ákvörðun fyrir sig án þess að eiga það á hættu að vera útskúfaður fyrir það eitt að fylgja sannfæringu sinni…