Já ég ætlaði nú bara hérna að skrifa mína reynslu af einhverju svona, hvað á
maður að segja, dularfullu. Eða réttara sagt minnar fjölskyldu í einu húsi.

Málið er að fyrir nokkrum árum (það eru svona 3 ár síðan) bjuggum við í raðhúsi
sem var alls ekkert gamallt, kannski svona 15-20 ára. Það gerðust ýmsir hlutir
sem að ég pældi ekki í að gætu verið draugagangur fyrr en eftir að við fluttum.
Þetta gæti verið því að ég er með frekar mikið ímyndunarafl og mjög myrkfælin
og hef eflaust ekkert viljað pæla í þessu.

Það voru tvö, sem ég kalla stór atvik, sem mér finnst mest standa upp úr. Þau
gerðust bæði fyrir mömmu mína þegar pabbi var að heiman (hann fer mikið til
útlanda vegna vinnu) og við krakkarnir allir sofandi. Bróðir minn átti á þessum
tíma dóta-úlf sem fylgdi með Action Man kallinum hans. Þessi úlfur var með
takka á sér til að kalla fram ýmis hljóð og eitt þeirra var alveg sérstaklega
óhugnalegt ýlfur, ekta svona úlfa. Alla veganna þá vaknar mamma við það að
úlfurinn er ýlfrandi, akkúrat þetta hljóð, eins og takkinn sé fastur inni, hann
hættir ekkert. Það endar með að hún nær í plokkara og beyglar hann þannig að
hún geti losað skrúfuna til þess að taka batteríin út. Hún þorði ekki út í
bílskúr til þess að ná í skrúfjárn en hann var ekki áfastur húsinu heldur hinum
megin við garðinn. Það tók hana hálftíma að losa skrúfuna og allan tímann
ýlfrar úlfurinn.

Þetta væri nú kannski ekkert merkilegt ef það væri þetta eina atvik en það var
ekki búið. Þetta sama gerist aftur nema með fjarstýrðan bíl sem bróðir minn
átti. Hann heldur áfram að keyra og keyra eins og takkinn sér fastur.

Eins var heyrðist alltaf mjög mikið í stiganum þegar einhver labbaði í honum.
Þetta hafði greinilega verið bráðabirgða en aldrei kláraður. Eitt skipti þegar
mamma og pabbi eru niðri að horfa á sjónvarpið þá heyra þau eins og einhver sé
að labba í stiganum. Mamma heldur að litli bróðir minn sé vaknaður og
hugsar “ohh nei nú sofnar hann aldrei í kvöld” og fer til að setja hann aftur
upp í rúm. En þegar hún kemur að stiganum er enginn þar og litli bróðir sofandi
uppi í rúmi.

Einhvern tímann ætlaði ég að fara upp um kvöld og labba að stiganum. þá sé ég speglast í myndir sem voru á pallinum í stiganum á milli hæða eins og það standi maður uppi. Ég, myrkfælin eins og ég hef alltaf verið, hleyp til mömmu og hún gáir og það er ekkert.

Oft þegar ég var að sofna þá hrökk ég upp við það að mér fyndist eins og það væri hvíslað í eyrað á mér. Þetta gæti auðvitað verið ímyndun en þetta hefur ekkert komið fyrir síðan að við fluttum.

Eins kom eitt sinn fyir mömmu (enn eina ferðina) að hún er inni á baði og heyrir þungan andardrátt inni í hjónaherbergi sem var við hliðina. Hún hugsar að þetta sé litli bróðir sofnaður (sem mátti ekki gerast á daginn því þá sofnaði hann ekki á kvöldin) og fer til að vekja hann en þar er enginn.

Eitt atvik sem ég vil nefna í viðbót var þegar ég var ein inni í eldhúsi og þá þeytist spreibrúsi niður af einni hillunni. Fyrst hugsaði ég að þetta væri bara einn kattanna að vesenast eitthvað en þar var engan kött að sjá.

Eftir að við fluttum í annað hús þá hefur myrkfælni mín minnkað til muna og mamma segist einnig líða betur þar.

Þannig mig langaði bara að fá smá álit hjá ykkur hugurunum þar sem ég er ekkert mjög fróð í svona málum.
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson