Hversu vel getur þú séð fyrir um enda á draugasögum? Hér fyrir neðan eru nokkrar vinsælar draugasögur, fyrriparturinn af sögunum er efst svo eru endarnir á sögunum neðst í greininni.

Saga Eitt
Jón var að aka heim seint að kvöldi þegar hann sá unga konu standa við strætóstoppistöð. Hann stoppaði og sagði henni að það væru sennilega engar rútur á ferð svo seint að kvöldi og bauðst til að gefa henni far og hún þáði það. Konan sagði að sér væri kalt og Jón gaf henni jakkan sinn. Jón komst að því að stelpan hét María og var á leiðinni heim, Þegar þau komu heim til hennar skildi Jón Maríu eftir við útidyrahurðina heima hjá sér og fór svo heim til sín. Daginn eftir mundi Jón að María var ennþá með jakkan sinn. Hann keyrði heim til hennar og bankaði á hurðina. Gömul kona svaraði. Jón sagði henni frá því að hann hefði verið sá sem hefði skutlað dóttur hennar heim, Maríu, og sagðist vera kominn til að sækja jakkan sem hann hafði lánað henni. Gamla konan virtist hálf ringluð. Jón tók eftir mynd af Maríu uppá vegg. Hann benti á myndina og sagði að þetta væri stúlkan sem hann hafði skutlað heim. Hvað sagði gamla konan við Jón?


Saga Tvö
Fyrir löngu síðan, varð ungur maður ástfangin af gullfallegri ungri konu sem var alltaf með svartan borða um hálsin. Bráðlega voru maðurinn og konan gift og fluttu í lítið hús við sjóinn. Í byrjun gekk allt vel, en bráðlega varð maðurinn forvitin um af hverju konan sín var alltaf með svartan borða um hálsinn. Dag einn ákvað hann að spyrja hana. Eina svarið sem hann fékk var það að hann myndi sjá eftir því ef hann tæki borðan af, og hún myndi aldrei taka hann af sér. Maðurinn var ekki ánægður með svar konnunar. Tímin leið og hann varð gagntekin af svarta borðanmum. Dag einn, vaknaði hann á undan konunni sinni, fór og náði sér í skæri og klippti borðan af. Hvað gerðist svo?


Saga Þrjú
Súsanna og mamma hennar voru í sínu árlega sumarfríi við ströndina. Þær höfðu skemmt sér vel og voru leingur en þær höfðu ætlað sér. Þegar þær voru að aka heim, mjög seint að kvöldi, byrjaði mikið óveður. Mamma Súsönu gat varla keyrt. Allt í einu sáu þær lítið mótel við veginn. Þær ákváðu að gista þar yfir nóttina og halda áfram heim daginn eftir. Þær lögðu bílnum fyrir framan húsið og bönkuðu á dyrnar. Gömul kona í frekar gamaldags fötum svaraði. Hún heilsaði þeim eins og hún hefði verið að búast við þeim. Eftir að hafa fengið heitan mat, fór konan með þær í þægilegt herbergi þar sem Súsana og móðir hennar sváfu yfir nóttina. Þegar þær vöknuðu um morgunnin, gátu þær ekki fundið gömlu konuna. Þær ákváðu að skilja efir peninga og þakka-þér-miða á eldhúborðinu. Eftir að hafa keyrt nokkra kílómetra, stoppuðu þær til að kaupa bensín. Meðan þær voru að borga bensínið, Sagði mamma súsönu afgreiðslumanninum frá frábæri þjónustu í mótelinu nokkrum kílómetrum héðan. Hvað sagði afgreiðslumaðurinn?


Saga 4
Einu sinni var ung kona að passa 3 börn. Það var komið miðnætti, börnin voru farinn að sofa og konan var að bíða eftir að foreildrar barnana kæmu heim. Allt í einu hringdi síminn. Stúlkan hélt að þetta væru foreildrar barnana og svaraði, en það eina sem hún heyrði var trylltur hlátur. Henni brá mjög mikið og lagði á. Stuttu síðar hringir símin aftur og það er sami geðveikislegi hláturinn. Stúlkan hringdi í símafyrirtækið og sagði þeim frá þessu. Henni var sagt að halda manninum eins leingi á línuni og hún gæti. Símin hringdi aftur og aftur var þetta þessi tryllti hlátur. Hún hélt honum á línunni í eina mínótu og lagði á. Símin hringdi aftur en í þetta skifti var þetta símafyrirtækið. Hvað var henni sagt?

Saga fimm
Einu sinni voru gömul hjón sem höfðu verið gift í 60 ár. Dag einn dó konan og varð það manninum mikið áfall. Stuttu eftir jarðaförinna fór hann að dreyma að hún væri einnþá á lífi í kistuni. Hann fór til læknisins sem hafði skrifað dánarvottorðið og bað hann um að endurskoða mál sitt og grafa konu sína upp. Læknirinn sagðist vera nokkuð viss sinni sök og að það væri ekkert óeðlilegt við það að hann dreymdi um hana. tvem dögum síðar dreymdi hann hana aftur og fór strax til læknisins og grátbað hann um að endurskoða en læknirinn hagaðist ekki. Næstu nótt dreymdi hann sama draumin og fór aftur til læknisins. Læknirinn sá að gamli maðurinn varð að verða geðbilaður vegna þessa drauma og ákvað að verða við vilja hans. Læknirn sótti um nokkur leyfi og nokkrum dögum síðar var konan grafinn aftur upp. hvað gerðist svo?


Jæja, þá eru allar fimm sögurnar komnar, Reyndu að fatta endin og scrollaðu svo niður

4


3


2


1


0


Saga Eitt
Konan sagði Jón að dóttir sín hefði dáið fyrir mörgum árum og væri grafin í kirkjugarði stutt frá biðskýlinnu sem hann hefði séð hana. Jón fór í kirkjugarðin og sá jakkan sinn samanbrotinn ofan á legstein sem á stóð “María”

Saga tvö
Konnan vaknaði með hryllingssvip, hausinn á henni rúllaði á gólfið og hún öskraði “ég sagði þér að þú myndir sjá eftir því”

Saga Þrjú
Afgreiðslumaðurinn sagði þeim að mótelið hefði brunnið fyrir 20 árum. Þær neituðu að trúa því og snéru við til að fara aftur á mótelið. Þegar þær komu þangað sem mótelið hafði verið var þar ekkert nema brunarústir og innan um brakið voru penningarnir og bréfið sem þær höfðu skilið eftir

Saga Fjögur
Henni var sagt að fara úr húsinu því að maðurinn væri að hringja úr síma sem væri á annari hæð húsins. Hún hljóp út en þar stóð maður með stóran og blóðugan hníf. Hann leit á hana og fór að hlæja sama hlátrinum og hún hafði heyrt í símanum, hún hljóp inn en hann elti hana ekki. Hún hljóp upp stigan til barnan en þá lágu þau í rúmum sínum, stunginn til bana.

Saga fimm
Gamla konan lá í kistuni með skelfingarsvip fastan á andlitinu. Það voru klórför á kistunni að innanverðu og það voru tréleifar undir nöglum konunar.

Hvernig gekk þér svo?
Vinsamlegast atugið að allar stafsetningavillur mínar aru af völdum æðri máttavalda, vinsamlegast beinið öllum kvörtunum til þeirra
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?