Þegar ég var að byrja að stunda Wicca var Scott Cunningham bókahöfundurinn sem allir mæltu með og keypti ég fullt af bókum eftir hann. En því meira sem ég les eftir þennan hann því minna fíla ég hann. Bækurnar hans eru þægilega einfaldar og stuttar, en ég get ósköp lítið nýtt mér það sem hann skrifar.

Bókin “Wicca - a Guide for the Solitary Practitioner” er fyrsta bókin um Wicca sem maður ætti að lesa. Hún útskýrir á þægilegan, einfaldan og stuttan hátt hvað Wicca er og ég myndi mæla með henni við alla byrjendur.

“Living Wicca, a Further Guide for the Solitary Practitioner” er ágætt framhald, en samkvæmt minni reynslu þá nýtist hún manni illa, nema maður sé fátækur eða eigi erfitt með eða er latur að lesa. Þegar maður er kominn á það stig að maður vilji kynna sér betur hvernig maður geti gert Wicca að daglegu lífi þá nýtast manni aðrar, meira intermediate eða advanced bækur betur.

Þegar ég keypti bækurnar “Earth Power” og “Earth, Air, Fire, Water” þá hélt ég að ég væri að fá eitthvað um elemental galdur en raunin var önnur. Hann er jú með einhverjar pælingar um krafta höfuðaflanna, en bækurnar innihalda aðallega einfalda “fluffy-bunny” galdra sem nýta sér efni sem tengjast elementunum, eins og salt, mold og blóm fyrir jarðargaldur og svo er hann með einhverjar kenningar um austanvindin, norðanvindinn o.s.frv. og hvað það merkir og tímasetningar í sambandi við það. Ég verð að segja að ég er hreint ekki að kaupa það allt og ég veit ekki með aðra, en það hentar mér alls ekki. Hann fer næstum því ekkert í vinnuna á bak við galdrana (energy projecting og skynjun) og er ekki með neinar hugleiðslur eða neitt inn á elementin. Þaðan af síður vinnur hann með elemental verur, sem að því að mér finnst vera grundvallaratriði í elemental göldrum. Ég er ekkert smá pirruð yfir þessu.

Hins vegar eru “Encyclopedia of Magickal Herbs” og “Magickal Herbalism” fínar, praktískar bækur sem hægt er að nota þegar maður týnir jurtir og vill búa til reykelsi o.s.frv. Hins vegar er eiginlega ekki hægt að nota þær einar og sér og verður maður helst að hafa einhverja íslenska bók með upp á myndirnar að gera og ég nota aðra bók fyrir lækningate og svoleiðis.

“The Complete Book of Incense, Oils & Brews” er víst líka fín upp á praktíkina að gera en heldur óraunhæf stundum, sérstaklega þegar hann talar um að nota eina teskeið af saffran, sem er rándýrt, í reykelsi. Ég verð að segja að það vekur mann til umhugsunar um hvort hann sé að skrifa þetta upp eftir einhverjum öðrum og hvort hann hafi í raun nokkurn tímann gert svona reykelsi og þar af leiðandi hvort hann viti hvað hann er að gera. Vissulega hefur saffran langa sögu um notkun í tengslum við trúar- og galdraiðkun, en hann minnist ekki einu orði á hversu mikið það kostar.

“The Magickal Household” er frekar innihaldslaus bók og hann talar meira að segja um það í upphafi bókarinnar að hann hafi varla vitað hvernig hann ætti að skrifa hana þegar hann var beðinn um það. Hann tekur aðallega saman einhverja gamla siði úr þjóðsögum og þjóðháttum og hefur ýmsar allt í lagi hugmyndir, en ekkert sem maður gæti svosem ekki fundið annars staðar eða dottið í hug sjálfum.

Ég var að fá “Magical Aromatherapy: The Power of Scent” og í fljótu bragði líst mér ágætlega á hana, en þar sem ég er svo nýbúin að fá hana get ég lítið um hana sagt ennþá.

Ég á einnig “Wicca in the Kitchen” og finnst mér hún mjög sniðug og skemmtileg svona í fljótu bragði, en ég hef ekki ennþá notað uppskriftirnar í henni svo ég hef ekki reynslu af þessu. Þar fer hann í hvernig maður getur notað matargerð til þess að galdra og fer einnig svolítið í næringarfræði, hvað sé gott að borða til að megrast og einnig hvaða matur sé góður vilji maður ná fram einhverju ákveðnu. En eins og ég segi, ég hef ekki lesið hana í kjölinn ennþá, svo ég veit ekki alveg.

Fleiri bækur eftir hann hef ég ekki skoðað en mín niðurstaða er sú að þetta eru fínar byrjendabækur. Þetta er einfalt og þægilegt og oft á tíðum soldið svona “folk-magick-legt” og “fluffy-bunny”. Sumt er að marka og annað ekki og verður maður svolítið að taka honum með fyrirvara og meta það sjálfur. Það er honum þó til hróss að hann hvetur mann til að finna það út sjálfur hvað höfðar til manns og ekki láta segja sér hvað manni á að finnast eða hvernig maður á að hafa hlutina. Sé maður hins vegar kominn lengra þá nýtast bækurnar manni illa því þá vill maður oft leggja miklu meira í það sem maður er að gera og hafa meiri dýpt í þessu.


Fleiri bækur eftir Scott Cunningham:

Cunningham's Encyclopedia of Crystal, Gem, and Metal Magic
Spell Crafts: Creating Magical Objects
The Truth About Witchcraft
Dreaming the Divine: Techniques for Sacred Sleep
Divination for Beginners: Reading the Past, Present & Future
Hawaiian Magic & Spirituality
Hawaiian Religion and Magic
The Truth About Herb Magic
Pocket Guide to Fortune Telling
The Magic in Food: Legends, Lore and Spellwork (Llewellyn's Practical Magic Series)

Einhverjar af þessum bókum geta verið sömu bækurnar, bara endurútgefnar undir öðru nafni.

Hvað finnst ykkur um Scott Cunningham? Hafið þið lesið eitthvað eftir hann? Ef svo er, þá hvað og hvað fannst ykkur um bókina? Hversu mikla reynslu hafið þið í magíu?

Kveðja,
Divaa