Stutt ágrip af sögu Aleister Crowley Aleister Crowley fæddist árið 1875 í Englandi. Fjölskylda hans var í Plymouth bræðralaginu, sem voru kristnir strangtrúarmenn. Hann lifði til 72 ára aldurs og á þeim tíma varð hann þekktur fyrir ástundun sína á væstrænum göldrum og galdrahefð. Margir dáðu hann fyrir þekkingu hans og hæfni á sviði galdra og var hann mikill brautryðjandi á því sviði. Aðrir óttuðust hann og mörgum Bretanum fannst hann hreint út sagt vera antíkristur. Þó ég efist nú stórlega um að hann hafi verið nokkuð slíkt verður því ekki neitað að maðurinn var mjög umdeildur og er enn.

Aleister Crowley var viðriðinn þónokkur félög/reglur. Hann gekk til liðs við Gullnu dögunina (The Golden Dawn) árið 1898 og voru það fyrstu kynni hans af kerfisbundnum rital galdri, sem er galdur sem felur í sér fyrirfram ákveðnar helgiathafnir og kerfi í stað þess að þú búir til þína galdra sjálf(ur). Framfarir hans voru gífurlegar hraðar og hann fór fljótt upp gráðustigann. En Crowley var líka viðriðinn Frímúrararegluna og frá henni fékk hann margar mikilvægar helgiathafnir. Tengsl hans við OTO (önnur galdraregla) tengjast Frímúrunum á margan hátt og reglan A.'.A.'. var ekki ósvipuð OTO. Allar þessar reglur, nema Gullna dögunin lifa góðu lífi í dag og eru þær meira að segja staðsettar hér á landi.

Crowley lærði yoga hjá búddistamunki í Ceylon og ferðaðist líka í Indlandi og Búrma. Gætir áhrifa þessarar reynslu hans mikið í OTO og er yoga stór hluti af því sem maður þarf að læra, eins og glöggt má sjá í bók hans Book 4. En þess má geta að Crowley gaf út öll leyndarmál reglunnar í bókum sínum og þá einna helst í bókinni Book of Lies, þótt oft virðist bókin heldur torskilin. Þetta olli miklu fjaðrafoki, enda var þessi regla og er ein leynilegasta galdraregla heims. Árið 1907 stofnaði hann síðan regluna A.'.A.'. og mótaðist hún af reynslu hans í OTO og Gullnu döguninni og var í raun og veru kerfi sem hann hafði þróað sjálfur.

Aleister Crowley gaf út margar bækur á ferli sínum og eiga þær miklu fylgi að fagna enn í dag. Meðal þeirra má nefna, Book 4, Book of Lies, 777, Magick without Tears og svo lengi mætti telja. Hann lést árið 1947.


Heimildir eru fengnar af: http://www.geocities.com/Athens/Acropolis/1896/crowpage .html og OTO á Íslandi.