Þetta er bara eithvað sem ég fann á netinu og langaði að deila með ykkur:

Lúsifer merkir ,,ljósberi“. Orðið er komið úr latínu og var haft yfir morgunstjörnuna. Merkilegt nokk, þá eru ýmsir sem vilja samneyti við einmitt svona verur. Til eru margar galdrabækur með leiðbeiningum í því hvernig á að vekja upp djöfla án þess að manni verði meint af. Ein slík var skrifuð á sextándu öld og heitir ”Götía“. Í henni eru 72 tákn sem standa fyrir jafn marga óhreina anda. Andarnir heita hver sínu nafni, og búa allir yfir vissum eiginleikum. Þessir eiginleikar eru oft gagnlegir; sumir eiga að geta læknað sjúka; aðrir fundið falda fjársjóði, o.s.frv. Hver andi stendur líka fyrir einhvern ákveðinn löst í mannlegu eðli, eins og reiði, hroka, grimmd, og þar fram eftir götunni. Ef galdramaðurinn fær árana til að lúta vilja sínum, tekst honum að stjórna sambærilegum þáttum í sjálfum sér. Sigrist hann t.d. á anda hrokans og geti þannig látið hann þjóna sér, nær hann líka að yfirvinna eigin hroka. Það er a.m.k. hugmyndin með þessu öllu. Hann er m.ö.o. að ”vinna í sjálfum sér“, jafnhliða því sem hann finnur falinn fjársjóð, eða læknar veika frænku. Galdrar eru þannig nokkurskonar miðaldasálfræði og leið til sjálfsræktar, ásamt því að fá allt sem hugurinn girnist í leiðinni…
Í bókinni eru langar særingar, og þegar það á að vekja upp eina af þessum verum er fólki ráðlagt að teikna hring á gólfið og standa inn í honum. Umhverfis hringinn eru svo skrifuð ýmis helg nöfn, og er tilgangurinn sá að vernda galdramanninn (eða konuna). Andarnir eru nefnilega illgjarnir og láta ekkert alltof vel að stjórn. En ef beðið er nógu heitt til Guðs, og staðið inn í svona helguðum hring, eru meiri líkur á að árarnir geri það sem þeim er skipað án þess að maður eigi nokkuð á hættu.
Sumir ganga enn lengra og ákalla allskyns djöfla til að dýrka þá. Slíkir einstaklingar eru kallaðir djöfladýrkendur. Ólíkt galdramanninum afneita þeir Guði alfarið og setja djöflana í Hans stað. Þeir reyna líka að fá djöflana til að hjálpa sér að finna fjársjóði eða hvað það nú er, en forsendurnar eru aðrar. Djöfladýrkandinn hefur engan áhuga á að vinna með sjálfan sig, heldur vill bara finna fjársjóðinn. Hann er ekkert að hafa fyrir því að standa inn í verndarhring, heldur gefur sig púkunum á vald. Í leiðinni festist hann í djöfullegri illsku, og verður stöðugt spilltari.
LaVey er þegar kominn í mannkynssöguna fyrir að hafa stofnað ”Kirkju Satans“ árið 1966 í San Francisco, en aldrei fyrr hefur djöfladýrkun verið stunduð sem skipulögð trúarbrögð. Þessi kirkja er enn starfandi, og eru allar skírnarathafnir, brúðkaup og jarðarfarir viðurkenndar af ríkinu. Kenningar kirkjunnar eru í hnotskurn þær að hinn kristni Guð sé hinn raunverulegi óvinur mannsins. Við séum fyrst og fremst dýr; dauðasyndirnar séu okkur eðlislægar, enda séum við ánægðust ef við fáum að syndga að vild. Dyggðir eru á hinn bóginn svo leiðinlegar, og guðhræðsla gerir okkur að aumingjum. Því ber að forðast Himnaríki eins og heitan eldinn; það er miklu skemmtilegra að vera lostafull, reið, hefnigjörn, gráðug og fleira í þeim dúr. Meðlimir ”Kirkju Satans“ læra ýmislegt ”nytsamlegt", eins og það hvernig á að breyta sér í varúlf. Í nýútkominni ævisögu LaVeys eru þessar leiðbeiningar birta