Ég sofnaði í dag og dreymdi einn af þessum undarlegu draumum sem mig dreymir stundum, þeir byggjast á alveg heilli atburðarrás eins og þessi sem fer á eftir.

Mig dreymdi ég færi út til noregs og ætlaði að heimsækja folk sem ég þekkti þar, og ætluninn var að gista í nokkra daga og fara og sjá borgina. Ferðin út var ánægjuleg mér fannst ég vera komin þangað á augnabliki.
Þegar ég kem út er vel tekið á móti mér og mér finnst húsið vera í skógi nálægt osló, mér er bennt á að það sé hægt að taka strædó niður í miðbæ osló og þar geti ég skoðað mannlífið.

Í strætisvagninum kemst ég að því að vagnstjórinn er íslenskur og hann segir mér að ég geti keypt mér far með skútu aftur til íslands fyrir 2000 kr ef mér skildi ekki lítast á dvölina og langa aftur heim, ég þakka gott ráð og stíg út úr vagninum og reyni að brosa vingjarnlega til fólksins í kringum mig.

Ég ráfa um göturnar í osló og finnst eins og íbúarnir séu farnir að verða frekar dökkir á hörund og velti fyrir mér hvort ég sé komin í einhvert vafasamt hverfi, ég sé hóp af fólki fyrir utan hús sem stendur á götuhorni og ég labba þar inn, ég kemst að því að staðurinn er svæsin klámstaður og margt þar að sjá sem er ekki fyrir viðkæmar sálir.

Áður en ég veit af heirast hróp og köll og lögregluþjónar í grænum skæruliðabúnignum hlaupa inn og mér skilst að þetta sé áhlaup og allir sem eru þar séu handteknir, ég er snyrtilega klæddur og segi við lögregluþjóninn að ég sé þarna til að mótmæla og þar sem útlitið er virðulegt þá lætur lögreglan það gott heita og ég slepp við handtöku.

Þegar ég kem út á götuna er fult af fólki þar og þar koma að tveir menn sem mér finnst að tali mál frá Pakistan og finnst þeir vera pakistanar, þeir tala til mín og ég spyr, do you speak English ? þeir halda bara áfram að blaðra og mér finnst þeir ekki vilja mér vel og finn á mér að vandræði eru í nánd. Ég svara : Im from Iceland , og annar maðurinn verður illur við þetta svar og dregur upp lítin hníf á stærð við þumalputta og otar honum að mér. Og nú er eins og ég skilji hvað hann segi um leið og hann otar hnífnum í hálsinn á mér spyr hann. Hvaða hikst er þetta í hálsinum á þér þegar þú talar ?. ( það vill svo til að ég stama soldið, sérstaklega þegar ég er stressaður eða illa upp lagður )

Ég hrekk við og finn það byrjar að blæða og ég ríf hnífinn af honum í adrenalín og hræðslukasti, mér finnst ég verða máttlaus og ég hugsa, Mig langar að kaupa mér far með ferjunni til íslands fyrir 2000 kr, og ég fyllist af heimþrá og örvæntingu. Svo hrekk ég upp.

Ég á fleiri svona drauma sem eru mér minnistæðir, en ég held þessi sé nógu langur og vonandi verður þetta samþykkt sem grein. Endilega látið mér vita hvað ykkur finnst og hvort ykkur dreymi svona drauma ?