Jæja, ég vill fá að vita hvað notenum hérna finnst besti bjórinn og hver er versti bjórinn og hvernig hann er meðhöndlaður.

Besti bjórinn!

4. Ef ég vill taka því rólega, sötra á sæmilegum bjór, næstum því alveg sama hvernig hann er meðhöndlaður, að þá er það Ms. Stella Artois, ég get alltaf verið viss um að hann sé góður, sama hvað.

2/3. Ef mig langar í virkilega góðan bjór, en þarf samt ekki að vera ofur-góður, að þá fer ég alltaf á Players og bið um könnu. Könnur hjá Players er einfaldlega bjór sem er úr krana, settur í glas og inn í frystir í örfáar mínútur, þangatil það er kominn smá klaki á glasið, orgasmicall, nóg sagt.

2/3. Það er fátt sem ég elska meira en að sækja Carlsberg i dós úr ískáppnum út í bílskúr, hann er stilltur á tvær gráður celsius og tryggir það að ég fæ hann alltaf ískaldann. Mig dreymir það reglulega þegar ég oppna hann og helli honum í risastórt bjórglas og sama splash hjóðið heyrist og í auglýsingunum í útvarpinu. Þið vitið hvað ég meina.

1.
Ég fór til spánar síðasta sumar, drakk sjálfasgt meiri bjór en ég drakk af vatni, og smakkaði á öllum bjór sem til er. Eftir að hafa smakkað alla bjóra sem fáanlegir eru, að þá komst ég af því að, San Miguel er officially bestasti bjór sem til er! Að fara á bjór og biðja barþjóninn um “Una gran cerveza, San Miguel, por favor!” að þá fékk ég fiðring í magann, og ég á að vísu pínu erfitt með að skrifa þetta þar sem mig lítlar í tunguna, grínlaust. Ég stefni á það að fara út í sumar, til spánar, alveg sama hvert ég fer, svo framanlega sem þar fæst San Miguel, þetta er ekki djók!

Versti Bjórinn!

Ég veit ekki hvað ég áð skrifa hér þar sem mér finnst eiginlega enginn bjór neitt “vondur”, ég er bara ekki hrifinn af Gullinu né því sem sumir en aðrir ekki kalla bjór og það er Breezer, Smirnoff Ice ect. helvítis viðbjóður!

En endilega segið frá ykkar skoðunum og “reynslu”. ;)

Bætt við 1. apríl 2008 - 15:28
Skál!