Núna er ég að skrifa fyrir framan tölvuna eftir að vera búinn að “ná mér” eftir mína fyrstu drykkju.

Þannig var mál með vexti að ég og félagar mínir vorum saman komnir heima hjá mér og ætluðum að halda eitt stykki lan (svona til að finna nördann í sjálfum okkur enn á ný).

Ég átti eina flösku af kaptein morgan sem ég hafði ætlað að drekka um verslunarmannahelgina en ekki gert. Einn vinur minn kom líka með 1/2l af smirnoff, 6 breezers og malibu.

Síðan þegar leið á kvöldið þá fórum við eitthvað að drekka smá, sem jókst og jókst og áður en við vissum af vorum ég og einn vinur minn (vorum þeir einu sem drukku) búnir með samtals 1 lítra af rommi og sitthvorn breezerinn og vorum alveg orðnir pissfullir.

Við hlógum að ótrúlegustu hlutum og einn af vinum okkar var oft að halda í okkur þannig að við mundum ekki bara detta af stólunum. Ég sjálfur man ekkert hvað gerðist eftir að ég var hálfnaður með mína flösku en mér er sagt að við höfum mikið verið að detta um, hlæja og þannig hlutir. Næsta sem ég man, þá er einn annars vinur min kominn yfir og einnig ein vínkona okkar og ég lygg hálfdauður í dyragættinni í herberginu, ælandi og ælandi og einn vinur minn að reyna eftir sinni bestu getu að þurrka æluna upp.

Síðan dó ég aftur (3ja sinn það kvöld, vaknaði alltaf aftur) og núna var ég dauður í einhvern góðann tíma. Síðan þegar ég vaknaði aftur í morgun þa ældi ég og ældi eins og kvöldið áður, þó í klósettið þar sem að mér tókst einhvernveginn að komast þangað.

Síðan lá ég bara með svakalegustu (og reyndar einu) timburmenn sem ég hef fengið og hált áfram að æla. Það var ekki fyrr en um 3 leitið að ég gat farið á fætur, í sturtu, bursta í mér tennurnar og svona og fór síðan á subway að fá mér eitthvað að borða þar sem að það var ekki mikið eftir í maganum á mér.En já, hvernig var ykkar fyrsta fyllerí?
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“