Ég er búin að vera að hugsa um þetta reikingar bann, er nú ekki alveg viss hvort það sé komið heim, en það var að skella á hérna úti í Bretlandi, n.t. Skotlandi.

Nú ég vil taka það strax fram, til að forðast allann miskilning, að ég er sjálf reikingar manneskja, og finnst alveg æðislegt að fá mér bjór og sígarettu á barnum þegar ég er á djamminu, og þekki ég nú marga sem kalla sig ekki reikingarmenn en fá sér nú samt eina og eina sigarettu á djamminu með áfenginu.

Svo líka ef maður horfir / horfði á kaffihúsin og barina fyrir reikingar bannið hérna úti, sá maður alltaf greinilegann mun á reikingar horninu og reiklausa horninu, þar sem reikingar hornið var nú meira og minna tómt, og reikingar hornið stappað af fólki (stundum kannski ekki alveg stappað en alltaf mun meira af fólki á því svæði) og þá sérstaklega á kvöldin ef fólk var að fá sér eitt og eitt glas.

Nú … ástæðan fyrir þessarri grein er sú, að þegar ég kíkti örstutt út á lífið, til að athuga hvernig er að djamma í þessu umhverfi, og alls ekki miskilja mig, mér finnst þetta reikingar bann alveg frábært sjálf, þar sem ég bæði reiki minna þegar ég er á djamminu og fötin og ég sjálf eru ekki alveg angandi eftir reikfylltann stað þegar ég kem heim.

En þegar það kom að því að mig langaði í bjór, þurfti ég auðvitað að fara út, og mátti ég því miður ekki taka bjórinn minn með, þar sem bjór og sígaretta er eitthvað sem fer vel saman, var það auðvitað alveg hundleiðinlegt.

En þegar ég var að leggja bjórinn minn frá mér sem var nú einungiss hálf fullur, rann upp fyrir mér smá galli á þessu systemi…

Ættli það séu ekki góðar líkur á því að fleiri stelpur verða fyrir því að fá eitthvað í drykkinn sinn ??? (já eða strákar)

Ættli tíðnin á nauðgunum eigi eftir að hækka ?

Ég er mikið búin að velta þessu fyrir mér, og spjalla við fólk hérna úti, og flestir eru sammála mér, (reikingarfólk eður ei) að þetta Reikingar bann svokallaða er mjög sniðugt, og þó svo að það eru gallar á öllum kerfum, og hugmyndum. Er þetta ekki svolítið STÓR galli?

Að mínu mati er það ekki þess virði að banna reikingar á öllum börum, kaffihúsum og veitngarstöðum, ef meira verður um nauðganir vegna þess að eitthvað herfur verið sett í drykkinn hjá fólki !

Ok … ég veit að nú er eitthver að hugsa, “Er ekki jafn slæmt að fá krabbamein ?”

Sem er jú alls ekki gott heldur, en ætti þá ekki að banna suma staði en ekki aðra, svo reikingarfólk fer á bar A og reiklaust fólk á bar B, eða jafnvel herbergi með góðri loftræstingu fyrir reikingar fólk á öllum stöðum ?? eða hafa smá rými úti sem reikingar fólk getur farið á, og tekið þá drykkinn sinn með sér …..???

Síðan langar mér líka rosalega að benda á eitt, sem á örugglega eftir að láta sumt fólk hérna öskra og rífast…. En plís ekki gleyma að ég er að tala um í þessarri grein áhyggjum mínum yfir hækkun á nauðgunar tíðni…. Ekki hvort reikingar eru skaðlegar eða ekki !

En það eru ENGAR og þá meina ég ENGAR rannsóknir sem sína að mannfólk sem reikir ekki, en er í kringum fólk sem reikir, fái krabbamein !

Og það er ekki einu sinni hægt að sanna að reikingar skapi lungnakrabba.

Eina leiðin til að sanna það er að taka yfir 10.000 manns, sem eru öll helst eins, með sömu sjúkrasögu og enga galla í ætt, og engann sem reikir í ættinni. Skipta í tvo hópa og setja í sama umhverfi og borða sama mat og vinna sömu vinnuna, en í burtu frá hvort öðru, og sjá eftir að þetta fólk drefst hvort það dó vegna reikinga eða ekki.

Því miður er þetta eina leiðin, já það bendir kannski örlítið til að reikingar eru skaðlegar, en það er rosalega erfitt að segja til um það. Þar sem lungun eru að taka inn óhreynindi úr öllu umhverfinu, svo sem frá bílum, steipu, hreinlætis vörum og hvað og hvað….

Það skiptir líka máli hvað fólk er að borða, öll næringar efni skipta svakalegu máli, hvernig lungunn virka í líkamanum, og interaktar við blóðrásina.

Sama gildir um tennurnar, já það bendir til að þær verði gular, en það gerir líka matarræðið okkar, gosdrykkir, kjöt (prótein og sýrustig eftir að það hefur verið eldað) og margt margt fleira.

SVO…..

Afhverju að banna þá reikingar bigðar á getgátum ???

Veit það ekki, en hvað nú sem það skiptir, vildi bara benda á þessa hlið líka því fólk er rosalega heilaþvegið á því að reikingar drepa. Jú kannski en það gerir líka margt annað og margt þarf að spila inn í.

Bílar drepa líka, alveg eins og of mikið sólarljós…..

Eigum við þá ekki að banna bíla, og búa neðan jarðar ef út í það er farið….

OK kannski örlítið að missa mig hérna (er að bíða eftir flugi, seinkunn hehehe)

En greinin er UM reikingarbannið, sem ég ER hlint ekki miskilja mig, mjög ánægð með þetta, en erum við ekki kannski bara að bjóða hættunni heim ?

Eða hvað ….?

Örlítið áhyggju full með þetta allt saman.