Klikkað kvöld á Nasa > 2. sept Þann 2. september næstkomandi á eftir að verða klikkað stuð á NASA.
Flex music í samstarfi við Corona ætla að bjóða uppá alvöru klúbbakvöld eins og þau gerast best útí hinum stóra heimi. Í þetta skiptið ætla þeir að bjóða uppá King Unique, en það er samspil tveggja skífuþeytara frá Manchester á Englandi.
Þeir Matthew Roberts, plötusnúður til margra ára & fyrrverandi Cream resident, og hljóðversfíkillinn Matt Thomas, einnig þekktur undir nafninu Mainframe þegar hann gaf út progressive sánd, eða sem Watkins undir meira af dirty tech-house-i ; leiddu saman hesta sína í byrjun ársins 2000 og hafa barist síðan þá saman með einungis plötuspilara og ferðatölvu að vopni. Meðan Roberts þeytir skífunum grúskar Thomas í tölvunni, á hljómborði, og notast við sampler til ná fram hinum ýmsu effectum í mixinu. Útkoman hefur verið stórglæsileg og hafa þeir gefið út seríu af margvíslegum og fjölbreyttum remixum, sem innihalda frekar funky og techy house tóna.
Á King Unique show-i getur allt gerst undir þeirra stjórn; þú kannast kannski við lögin en þú munnt aldrei hafa heyrt þau hljóma svona áður, og þetta verður í eina skiptið sem þú heyrir þau hljóma nákvæmlega svona, og það í beinni.
Þessir fjórhentu, tvíhöfða en einhuga snillingar hafa komið fram á langflestum klúbbum í Englandi: Cream, Tribal Sessions, Ministry of Sound, Renaissance, the End, Turnmills og Lush og Progression á Írlandi þar sem þeir hafa verið að gera allt brjálað kvöld eftir kvöld.
Einnig eru þeir búnir að spila víðsvegar um heiminn: í París, Amsterdam, Moskvu, Aþenu, Búdapest, Singapore, Braselíu, Serbíu og nú loks á Íslandi.
Fjölmiðlar keppast svo hvað eftir annað að líkja þeim við Chemical Brothers og Underworld.

En já svo þið getið hitað ykkur upp fyrir stórleg heitin getiði kíkt á http://www.thedjlist.com/djs/KING_UNIQUE/vinyl þar sem þið getið heyrt brot úr nokkrum remixunum þeirra, og mæli ég einna helst með að þið tékkið á Sugarhigh (en það er þeirra eigið, ekkert remix), Walk into the sun og Dirty.
Svo spiluðu þeir í BBC radio 1 showinu Essential mix í Október í fyrra, mæli með að þið tékkið líka á því ásamt laginu Dirty Vegas. Það ætti að koma ykkur í réttan gír fyrir komandi geðveikt kvöld!

En svo ef þið viljið fræðast meira um þessa snillinga getiði tékkað á vefsíðunni þeirra
http://www.kingunique.com/ og svo eru nokkrar fræðiandi upplýsingar um hvorna fyrir sig hér: http://www.djrickystone.com/future_hero_09-2004.html


King Unique @ NASA, föstudagskvöldið 2. september 2005
Toybox kvartettinn með Grétari G og Mr Goodman hita upp
Húsið opnar kl 23:00 | 20 ára aldurstakmark
1000 kr í forsölu í Þrumunni | 1500 kr við hurð