Dansidjamm á Gauknum 1. júlí Eftirfarandi grein er tekin af Breakbeat.is vefnum, vildi bara vekja meiri athyggli á þessu:


SURGEON Á ÍSLANDI 1. JÚLÍ ÁSAMT EXOS, TÓMAS THX OG GUS GUS DJ'S,
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ
KL 23:00 TIL 05:30
Dj Surgeon spilar á Íslandi 1.júlí á Gauknum ásamt Exos, Tómas THX og Gus Gus plötusnúðunum.

Surgeon

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Surgeon, eða Anthony Child eins og hann heitir réttu nafni, hóf ferill sinn 1991. Kappinn skaust svo heldur betur upp á stjörnuhiminninn í techno heiminum árið 1995 þegar Jeff Mills notaði 2 lög eftir hann á geisladiskinn fræga “Live at the liquid room Tokyo”. Endurhljóðblandanir fyrir Dave Clarke, Hardfloor og Missile records fylgdu strax í kjölfarið ásamt því að hann var boðaður sem fastaplötusnúður á neðanjarðar klúbbnum Tresor í Berlín. Þar hreiðraði kappinn um sig um sinn og gaf út þrjár breiðskífur. Einnig hefur hann gefið út yfir 30 smáskífur á útgáfum eins ogf Downwards, Soma, Blueprint, Ideal Tracks, og fleiri. Surgeon hefur gefið út 6 breiðskífur og gríðarlegt magn af endurhljóðblöndunum fyrir útgáfur eins og Warp, Matardor, Music man, Fat cat og harthouse, Hans fyrri verk einkennast ef til vill af áhrifum frá Jeff Mills og Underground Resistance, en þegar fram liðu stundir fór að bera meira á ahrifum frá Coil og Brett Easton Ellis. Einnig var hann undir miklum áhrifum frá Mick Harris trommuleikara Napalm Death, en það var einmitt hann sem pródúseraði fyrstu plötu Surgeon og kom honum í stúdíó.

Surgeon hefur skapað algjörlega sinn eigin stíl sem einkennist einna helst af harðneskju, og dimmum vélrænum hljóðum, en í senn pumpandi og klúbbavænni danstónlist og þykja syrpurnar hans vera með þeim flottari í techno senunni í dag. Hann hefur tryllt lýðinn á klúbbum og tónlistarhátíðum um allan heim og hefur einnig skapað sér nafn sem einn áhugaverðasti technotónlistarmaður dagsins í dag.

Surgeon hefur tekist að samhæfa tilraunakennda raftónlist saman við danstónlist frá ólíkum stefnum þar sem hann á það til að blanda drum and bass töktum saman við dúnrandi techno og lætur jafnvel reggí lög hljóma undir. Þá er hann einnig að spila tónlist frá raftónlistarmönnum á borð við Autechre og Aphex twin og blanda þeim saman við lög frá köppum eins og Jeff Mills, Joey Beltram og Ed Rush og Optical.

Surgeon spilar á Gauk Á Stöng þann 1. júlí næstkomandi og það verður spennandi að sjá hvað þessi öflugi plötusnúður býður okkur uppá. Exos og Tómas THX munu sjá um upphitun og lokasprett ásamt Gus Gus plötusnúðunum.

DJ Surgeon
Exos
Tómas THX
Gus Gus DJ's

1. júlí.
Gaukurinn.
23.00 - 05.30
1000 kr.