Jæja ég er búin að fá þó nokkur skilaboð um að fólki lítist vel á hugmyndina um velja Skemmtistað helgarinnar.
Ég held þetta gæti orðið mjög gaman, þar sem margir hugarar virðast vera aktífir djammarar.

En til að skýra betur frá þessu þá er hugmyndin sú að ég vel í samráði við ykkur (nota til þess skoðannakönnunina) einhvern skemmtistað og birti hann undir “Staður Helgarinnar” ásamt einhverju upplýsingum um hann í vikunni áður en hann tekur gildi. Sá staður sem verður fyrir valinu verður í gildi yfir 2 helgar og allir þeir sem skella sér á hann skrifa eitthvað um hann hvað þeim finnst, hvernig tónlistin er, hvernig mórall, verðlagning o.s.frv. eða kommenta bara á greinarnar frá öðrum eða skrifa eitthvað á korkana.

Einnig ef þið hafið einhverjar hugmyndir til að betrumbæta þetta hikið ekki við að tjá ykkur!

Og svo annað, hvaða skemmtistaðir eru í Reykjavík?

Kapital
Vídalín
Glaumbar
Amsterdam
Gaukurinn
K affi Viktor
Kaffi Reykjavík
Dubliners
Da Boomkicker
Prada
Prikið
Nelly´s
Felix
Thorvaldsen Bar
Nasa
L.A. kaffi


Ég veit ég er alveg ábyggilega að gleyma helling, Eftir hverju munið þið?


Svo þið sem búið úti á landi og getið ekki verið með í þessu, þið megið endilega segja okkur frá skemmtistöðunum þar sem þið búið og senda inn greinar um djammkvöldin þar.


Kv,

LadyJ