Ath. að þessi skrif mæla ekki gegn drykkju í hófi heldur mæla þau eingöngu gegn ofdrykkju. Maður getur beinlínis ekkert verið að tjá sig mörk þess hversu það þykir allt í lagi að drekka, vegna þess að þegar fólk er ,,létt´´ þá langar því oftast í meira áfengi og þannig koll af kolli.

Hér er smágrein til fólks sem drekkur ALLT OF MKIKIÐ:

Þetta er meðal hinna veiku sem geta ekki verið þeir sjálfir og neyta því áfengis til að búa til þær tilfinningar sem fólkið telur sig þurfa hverju sinni. Finnst þér ekki aumkunarvert að fólk sem t.d er í vinnunni og er hundfúlt allan daginn skuli fyrirfram ákveða það að gerast „skemmtilegt“ með því að drekka sig blindfullt á hinum og þessum dögum. Er það skemmtilegt eða telur það sig vera skemmtilegt? Er það svo persónuleikalaust og fölt að það getur ekki myndað sér lífsgleði og léttleika í daglegum samskiptum! Áfengi gerir fólk fávíst og því telur það hluti vera fyndna sem eru ekki fyndnir meðal hinna edrú, og getur auk þess valdið öfugsnúna hegðun.

Áfengi snýr fólki innanvert út og útvortis inn, lætur það smám saman auglýsa alla sína innibyrgðu og afneituðu illsku en hylur í leiðinni hina góðu kosti og lætur þá bælast niður svo að þeir gerast afneitaðir með tímanum (fólk er hundfúlt alla daga vikunnar nema á laugardags- og föstudagsnóttum). Manni verður ljóst hversu það er ekkert dýrðarlegt við áfengið þegar maður eyðir öllum deginum í að krjúpa fyrir framan klósettið og ælandi sinni lífsgleði burtu.

Þótt þú gerir þig að fífli þá skaltu hafa það í huga að þú varst ekki einn um það og hafa þannig uppátæki valdið vítahring manna sem er í þá átt að fólk gerir sig að fífli þegar það drekkur og fólk drekkur vegna þeirrar biturðar sem sú afleiðing olli. Ekki láta skömmina vera sem hindrun á vegi þínum heldur skaltu kveðja áfengið og nota þessa reynslu fortíðar sem brú til betri framtíðar. Því skaltu ekki eyða öllum kröftum í sjálfsvorkunn, því tíminn stendur ekki í stað sem tilbúinn eftir „Startskoti“ þínu til hlaups.

Einnig skaltu ekki vera að falla í þá gryfju að vera að réttlæta drykkju þína með þeim rökum að alkhólismi sé sjúkdómur. Þetta er umdeild læknisfræðileg kenning nútímans sem verður afsönnuð á næstunni og ættir þú því ekki að gerast einn af þeim fávísa múgi sem sögubækur framtíðarinnar munu hlæja að. Þú skalt ekki kenna utanaðkomandi öflum um heldur einungis sjálfum þér. Hefurðu pælt í því að fólk sem gerist minnislaust er með því laust við alla þá byrði sem nagaði það, og eru því allir gallar fólks í heiminum ekkert annað en byrðir sem eru ranglega réttlættar og iðkaðar af fólki.

Hér er smá um eiturlyf:

Eiturlyf eru notuð af sömu ástæðum og þeirra sem neyta áfengis en þó er það ekki í nákvæmlega sama flokki vegna öfgafullra áhrifa, því fólk gerist ofurglatt eða ofurdapurt. Því er eiturlyf mun hættulegri en áfengi að því leyti að hið síðarnefnda breytir persónuleika fólks smám saman en eiturlyf eru enga stund að því. Því ætti fólk að hugsa sér að tilfinningalíf þeirra líkist hitamlæli þannig séð að því meira sem hitinn fer í plús þá verður sömu sögu að segja um mínusinn, verður því ekki lengur nein ein viðmiðun (talan 0) heldur verða þær sem tvær
(-10 og +10).

Þess vegna eru eiturlyf svo hættuleg að því leyti að þótt fólk gerist ofurglatt þá þýðir það ekki að fólkið hefjist upp til skýja vegna gleði sinnar en hinsvegar þegar það gerist ofurdapurt þá eru raunverulegar líkur á því fólkið steypist í glötun vegna hugsanlegs sjálfsmorðs – ekki bætir það úr skák að fólkið verður ofurdapurt allan daginn ef engar vímu nýtur við. En auðvitað er vegur þess glötunarlegur þó að sjálfsmorð eigi sér ekki stað því öll eiturlyf og annar ósómi breytir persónuleika fólks smám saman og gerir það dýrslegt á endanum. Þess vegna skulu þið ekki nota vímuefni í hvaða mynd sem er því það besta er það sjálfsagða og er það tilfinningalíf sönn Guðsgjöf sem við fæddumst með.

Í sálfræðinni er talað um það „að ef mennirnir hefðu svo einfaldan heila að þeir gætu skilið hann þá væru mennirnir of einfaldir til þess að skilja hann.“ Þetta má lauslega tengja við hlutskipti dópista því þeir verða með sífellt aukinni neyslu; of einfaldir til þess að skilja að betra hlutskipti býðst í lífinu án þess að dóp komi við sögu. Margir dópistar segjast neyta dóps vegna ofskynjana og ímyndunarafls en mér finnst það heimskulegt að þeir skuli taka það fram yfir hið fullkomna í ímyndunarafli, draumana, og munu ofskynjanir aldrei ná að leysa þá af hólmi hvað varðar atburðarás og ævintýri – Auk þess ganga draumar aldrei til þurrðar og bitna ekkert á heilastarfseminni.