Ég fór á djammið ásamt vinkonu minni sl. helgi. Stefnt var á Sólon og þegar við komum þangað að þá er alveg massa biðröð…Eins og venjulega. Við látum okkur hafa það og förum í biðröðina. Eftir hálftíma og mikinn troðning kemst ég inn en þá er vinkonan mín allt í einu komin lengst aftur þar sem hellingur af fólki var búið að troða sér fram fyrir hana fremst í röðina. Ég beið í 15 mín. þangað til að hún komst loksins inn. Á meðan ég beið að þá sá ég stelpur bíða í svokallaðri VIP röð. Það fór alveg afskaplega í mig þar sem þessar stelpur voru báðar undir 20 ára, allavega 2 árum yngri en ég og alveg pottþétt ekki VIP. Vinkonuhópur sem var á undan mér hefði alveg eins getað sleppt því að vera þarna í biðröð dauðans þar sem dyravörðurinn rak þær á brott vegna þess að þær voru hvorki með aldur til að fara inn á Sólon og + það að þær voru með annarra manna skilríki eða mjög illa fölsuð skilríki. Þannig að ég spyr! Afhverju eru þið sem hafið ekki aldur til að skemmta ykkur niðrí bæ að fara ef þið eigið ekki möguleika. Ég veit að það er 22 ára á allflestum skemmtistöðum en þeir hleypa inn þeim sem eru orðnir 20 ára. Afhverju er ekki hægt að hafa einhvern skemmtistað fyrir 16-19 ára? Svona alveg áfengislausann sem lokar aðeins fyrr eða eitthvað bara svo að þeir sem eru því miður ekki komnir með aldur geti skemmt sér einhversstaðar?!
Mér finnst líka dyraverðirnir ekki að vera standa sig í stykkinu. Sumir eru beðnir um skilríki, aðrir ekki. Fólk lítur misjafnlega þroskað út. Mér finnst að allir ættu að vera beðnir um skilríki til að forðast það að skemmtistaðurinn yfirfyllist ekki af krökkum sem ekki eru orðnir 20 ára. Einnig ætti að taka harðar á því að krakkar séu að valsa um á skemmtistaði með fölsuð skilrík og kort sem er ekki merkt þeim. Það telst undir skjalafals og því ætti að taka á því. Ég hef alveg orðið vitni að því að skilríkjum sé stolið bara til þess að ath. hvort að það sé séns að komast inn á skemmtistaði.

Annað helst sem fer í mig er þessi VIP röð á öllum skemmtistöðum Rvk. Helmingurinn af þessu fólki sem stendur í VIP er ekki VIP og hefur ekki nein skírteini upp á það að vera VIP. Þar af leiðandi er þetta “VIP” fólk bara að troða sér á undan þeirri röð sem við venjulega fólkið þurfum að vera í. Enda hleypa bara dyraverðir svona 3 sinnum oftar inn VIP röðinni en þessari venjulegu. Ef það er eitthvað VIP afhverju eru þá ekki einhver svona klúbbameðlimakort?
I´m crazy in the coconut!!! (",)