Jæja, nú er maður búinn að jafna sig eftir Föstudagskvöldið og kominn í ástand til að geta notað lyklaborðið eitthvað eitthvað af viti :)

Það var vægast sagt mikil eftirvænting þegar fyrst fréttist að meðlimir Scooter væru að koma til landsins og halda tónleika í Laugardalshöllinni, þetta var atburður sem mér skilst að Dreamworld hafi fyrst ætlað að standa fyrir, en endaði með að Ásgeir Kolbeinsson setti þetta saman með hjálp Símans og FM-957.

Höllin opnaði klukkan 20:30, sem ég var frekar pirraður yfir, þar sem ég var að vinna til 19:30 og átti þá eftir að koma mér heim, gera mig til, og finna eitthvað partý til að byrja í.
Grunar -ískyggilega- mikið að 16 ára aldurstakmark gesta hafi spilað einhvern þátt þar inni >:)
Annars var ég mættur um 22:30 í höllina og öll bílastæði upptekin .. og ekki nóg með það, heldur var búið að leggja á öll tún og í raun allstaðar sem koma mátti bílum fyrir.
Var nokkuð þétt röð við innganginn sem maður svo sem bjóst við, en það sem kom mér mest á óvart var slök gæsla við hurðina.
Það var ekki leitað á neinum, hvorki í bakpokum, né úlpuvösum og lögreglan var hvergi sjáanleg.
Þannig maður setur úlpuna sína í geymslu og fer á “aðaldansgólfið” með vinunum og þá eru Scooter akkúrat að stíga á svið .. þvílík tímasetning hah :D
Skemst frá því að segja að stemmingin virtist vera mjög góð, og gríðarlega troðið í miðri höllinni, en annars var vel hægt að hreyfa sig í sitthvorum endunum.
Annars fannst mér bera aðeins og mikið á frekar ungum krökkum þarna inni en meina .. var 16 ára inn, þannig eitthvað sem maður bjóst við :þ
Veit ekki hvort “chill-svæðið” hafi verið sett sérstaklega upp, eða hvort það hafi bara verið tilviljun að væri búið að setja upp dýnur við veggina til að sitja uppvið .. en það var mjög þæginlegt þegar maður tók sér pásur frá dansinum.
Höllin vel loftræst, öryggisgæsla á vappinu og ég að minnsta kosti varð ekki var við nein slagsmál eða leiðindi.
Það sem ég hinsvegar ætla að setja útá var að ég hafði á tilfinningunni að það væri geisladiskur í gangi og HP Baxxter hafi verið að “syngja” með honum og hinir væru eitthvað að spila randomly á slökkt hljómborð.
Veit ekki með ykkur, en svona upplifði ég þetta.
Síðan er það að ljósin voru kveikt klukkan klukkan 00:15 !
Þetta er eitthvað sem ég enn þann dag í dag skil ekki allveg, voru þessir tónleikar ekki auglýstir til 01:00 ?
Flestir held ég að hafi sætt sig við þetta fljótt og reynt að vera fyrstir til að ná í yfirhafnir sínar, sem var ekkert grín :)
Annars það sem kom mér reglulega á óvart að flest allir bílarnir voru farnir þegar ég kom aftur (þurfti að skutla nokkrum vinum mínum heim í Hafnarfjörðinn) og ég varð ekki var við að lögreglan væri með blástursmæli á svæðinu, frekar slæmt mál.
Síðan var haldið á Nasa þar sem eftirpartýið var haldið, og var kominn þangað um 1:30, og það var án gríns c.a 200 manna röð fyrir utan! :)
Þannig maður var fljótur að koma sér þaðan :D
Endaði í fínu partýi frameftir morgni, þannig fínn endir fyrir sæmilegt kvöld.

En vill samt sem áður lýsa yfir óánægju minni yfir hversu rosalega stutt þeir félagar spiluðu; frá 22:30-00:15.
Þannig, ég hef upplifað skemmtilegri djömm, og sé dáldið eftir að hafa eytt 3.500 kr. fyrir rúmlega 1 og 1/2 klukkutíma.
En varla hægt að röfla yfir því núna .. :)
Addi