fóruði á Flauel í gær?
djöfull var það æðislegt maður lifandi sko!! Ég hef held ég barasta aldrei upplifað annað eins á íslandi.. þetta var alveg eins og að vera komin í einhvern neðanjarðar klúbb í bretlandi.
Gengið inn svona soldið langan gang.. svo kom maður að tveimur setustofum með sófum og svona elektrótónlist á rólegu nótunum.. svo ef maður labbaði lengra gekk maður inn í heim geðveikinnar.. þar var frekar stórt dansgólf, með stórum bar, og útí horni nokkrir sófar.. og bara tónlistin sem þeir frímann og arnar spiluðu… þetta var sko ekkert neitt helvítis scooter kjaftæði… *svitn* maður skemmti sér líka bara eins vel og það væru komin jól og maður sæti lítill fyrir framann jólatréð með fullt af óopnuðum pökkum sem væru allir merktir til mín!!
En já.. svona upplifði ég þetta.
Fóruð þið eða voruði svona ótrúlega vitlaus að missa af þessu? hehe.. no offence.. en þetta var must see atburður merktur með rauðu á dagatalinu mínu. og næstu helgi er það Smokin´ Jo..