Ég tók eftir merkilegri könnun sem var hér á forsíðunni: Trúir þú á Guð(s.s. trúarbragðið sem þú ert skráður í). Það væri mest áhugavert að skoða muninn milli trúaðra múslima, kristið fólk og gyðinga- svona helstu keppinautar.

Ég hef tekið eftir því að almennt er fólk á Íslandi mjög ótrúað og sættir sig engan vegin við tilvist Guðs og ef maður ef í rökræðu endar það út í rifrildi- eins og að tala um eitthvað slæmt fyrir mannkynið.

Ég vil ekki koma með neina rökræðu í mitt mál hvort Guð er til eða ekki þótt ég hef sterkar skoðanir, ég er bara forvitin að sjá hvernig staðan er hjá fólki.

Trúir þú á Guð? Ef ekki væri áhugavert að fá smá pælingu, t.d. get ég spurt mig: Ef skapari er ekki til afhverju er ég þá til?

Bara mjög almenn spurning, pælum ekki um tilvist Guðs heldur okkar eigin tilvist og hvert það stefnir.

Bætt við 12. maí 2009 - 22:06
Gleymdi að segja um mína eigin stöðu.

Ég er s.s. Íslam trúar og ég trúi á Guð :)