Ekki segja að ég hafi ekki hugmynd um hvað ég er að tala um, þetta er ég sem lifi svona…

En hér er dæmið, ég þarf að vera á sjúkradagpeningum, get ekki fengið örorku fyrr en eftir eitthvað um ár á sjúkradagpeningum, nema ég hitti lækna nógu oft (sem kostar um 4000 kr. tíminn), ég bý hjá mömmu minni sem er öryrki en hún vinnur 30% vinnu og fær þar með skít á priki í örorkubætur, í sjúkradagpeninga fæ ég 10.000 á mánuði, gæti fengið 20.000 ef ég hefði verið í fullri vinnu allt árið áður en ég fór á bætur, að sjálfsögðu var ég það ekki þar sem ég er sjúklingur. Til að geta lifað fór ég til félagsþjónustunnar til að biðja um styrk frá þeim, ok fæ 20.000 kr. á mánuði frá þeim (fengi 50.000 ef ég byggi ekki hjá múttu), er s.s. með 30.000 á mánuði, mamma þyrfti að fá frá mér peninga til að hjálpa við að borga leiguna, kannski um 10.000 kr minnst, ég þarf að borga u.þ.b. 8000 kr (stundum meira) í lækniskostnað á mánuði og 4000 kr í lyf, svo náttúrulega að komast um t.d. með strætó og að borða, er þetta eðlilegt?
Dabbi og Ingibjörg skeina sér sjálfsagt með álika fjárhæðum á viku!
Just ask yourself: WWCD!