Hvað kemur það málinu við? Ef álíka margir slasast í farartækjum með og án beltis, hverslags rök eru það fyrir beltanotkun að einhver slasist í strætisvögnum án bílbeltis?
Ég sagði ekkert um það hvort það væri ómögulegt að slasast í beltislausum strætisvögnum. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til að strætisvagnar eru ekki sambærilegir fólksbílum. Strætisvagnar keyra oftast þaulreyndir ökumenn. Þeir keyra ekki langt yfir hámarkshraða. Þeir aka sömu leið og þekkja hana því vel o.s.frv.
Það er náttúrlega hægt að hugsa sér tilfelli þar sem belti gæti skipt máli. Hins vegar er ekkert vitlaust að spyrja hvort það borgi sig, jafnvel hvort það gæti verið verra en að vera beltislaus að jafnaði. Um þetta veit ég ekkert enda ekki getað fundið mikið efni um málið, en mér finnst furðulegt að gera ráð fyrir að þetta hljóti að vera betra.