Var að lesa þráðin hérna neðar sem er um munin á kristilegri fermingu og borgaralegri.. og vá.. held ég hafi aldrei séð svona mikið um fordóma og fáfræði áður >.< Ég vissi alveg að það væri eikkvað um að fólk væri ekki sátt með borgaralega fermingu, en hélt að það væru bara mest eldra fólk sem er mjög íhaldssamt. Ég fermdist sjálf borgaralega, en það munaði litlu að ég hefði fermst í kirku og logið að ég trúði á guð, vegna akkurat þessa fólks sem er að bölva þessu og sjá kristna fermingafræðslu sem einu réttu leiðina.
Ég var búin með hálfa fermingafræðsluna, búin að fara í nokkrar messur og ætlaði virkilega að gera þetta þangað til að ég bara brotnaði niður og sagði mömmu að ég væri hætt við, að ég trúði ekkert á guð. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert, útaf hugsiði ykkur bara áhrifin sem hægt er að hafa á 13 ára krakka. Það var bara ætlast til þess að ég fermdist svona, það var ekki spurt mig hvað ég vildi, fékk bara að vita að ég ætti að mæta í fermingarfræðslu meðan ömmurnar pískruðu um hvað ég væri dugleg og hvað borgaraleg ferming væri ömuleg.
En já.. back to the point…

Í fyrsta lagi þá þýðir ferming í rauninni bara það að ganga í hóp fullorðinna með eikkverskonar vígslu. Þó við þekkjum þetta aðallega í tengslum við kristni þá þekkist þetta víða annarstaðar, t.d. í mörgum ættbálkum í afríku (þó það sé ekki notað sama orð yfir það þar þá er þetta samt sami tilgangurinn, ganga í hóp fullorðinna með eikkverskonar vígslu). Og jafnvel þótt ferming væri einkaorð fyrir kristilega fermingu og borgaraleg ferming yrði kölluð eikkvað annað, myndi það gera hana betri í ykkar augum?

í öðru lagi, þá var fólk farið að kalla þetta skrípaleik og hræsni, krakkarnir væru bara að þessu fyrir veisluna og gjafirnar. Prufið að líta í eigin barm…
Hversu margir sem fermast kristnilega eru að því fyrir trúna en ekki gjafirnar? Hversu margir hugsa “yey, ég er að fara í fermingarfræðslu” eða “yey, ég er að fara í messu”. Og þar á móti, hversu margir í borgaralegri fermingu eru að því til þess að fara í gegnum sömu víglu og flestallir aðrir á þeirra aldri eru að fara í gegnum án þess að þurfa að ljúga uppá sig trúna.
Ég valdi að ljúga ekki um trúna og fermast borgaralega, svo þegar það kom að veisluni þá bað ég bara um litla veislu sem við héldum heima og buðum nánustu vinum og ættingjum… það er ekki hægt að segja að ég hafi bara fermst fyrir peningana, fékk eikkvað um 60.000kr þegar vinkonur mínar voru að monta sig af 3x hærri upphæð.

Svo kemur að sjálfri fræðslunni. Ég fór í gegnum hálfa krisnilegu fermingafræðsluna áður en ég ákvað að fermast borgaralega og ég get alveg sagt það að borgaralega fræðslan var mikið betri og skemmtilegri. Ég var í rauninni frekar leið yfir að hún væri búnin þegar hún kláraðist.
Hvað gagnast barni betur, að læra utanbókar hvað kom fyrir fólk fyrir löngulöngu síðan, eða skemmtileg jafningjafræðsla þar sem er lært um samfélagið og nútíman.
Þið veljið.