Fossarnir verða þarna ennþá á morgun.

Og hinn.

Og þann þar næsta.

Og þeir verða þarna þegar við erum dauð og þegar börn okkar eru dauð.

Kannski ekki að eilífu en andskoti lengi samt.

Verð á hreinni vistvænni raforku hækkar sífellt sökum eftirspurnar. Það liggur því ekkert á því að selja þá á útsöluprís.

…Er ekki svolítið merkilegt annars að það sé ríkisleyndarmál hvað Alcan, Alcoa og öll álfyrirtækin þurfa að borga fyrir orkuna?…

…Er ekki svolítið merkilegt út af fyrir sig að ríkið sé að sjá um að virkja?…

Ef við eigum að selja landið þá eigum við skilið fé. Og ekki á lágum prís. Og af hverju í andskotanum er ekki búið að ákvarða hvað skuli vera friðað og hvað ekki?

Eftir nokkur ár verða komnar niðurstöður úr djúpborunartilraunum… Hver veit kannski þarf ekki einu sinni að virkja yfirhöfuð.

Væri ekki synd ef við myndum virkja allt núna og komast að því áratug síðar að við hefðum ekki þurft þess. :(