Þessi þráður var upphaflega svar á heimspekiáhugamálinu, en mér fanst það vel eiga heima í óbreyttri mynd hérna á deigluni líka.

Gróðurhúsaáhrifin er ekki eitthvað sem er tekið burt sí svona.
Fyrst vill ég þá taka það fram að án gróðurhúsaáhrifana væri mjög hæpið að jafn fjölbreytt dýralíf myndi fyrirfinnast á jörðinin en raun ber vitni. Hins vegar geta gróðurhúsaáhrifin líka haft þveröfug áhrif. Það gerist ef of lítil orka frá sólinni skilar sér ekki aftur frá jörðinni og hitin verður svo gífurlega mikill að jörðin yrði svo til ólíf fyrir manninn. Venus er t.d. gott dæmi um of mikil gróðurhúsaáhrif.

Vissulega er bætt tækni gott framlag til að hefta aukningu gróðurhúsaáhrifana en það þarf meira. T.d. auka endurvinnslu og minnka frumvinnslu á t.d. pappír og málmum. Svo og auðvitað að finna lausn til að binda kolefni frá kola- og olíubrenslustöðvum. Vel hefur gengið að binda kolefni við vetni sem myndar metanól. Metanól er svo talið afbragðs eldsneyti fyrir einkabíla.

En alltaf er til fólk sem vill ekki sjá svona lagað og bendir á að gróðurhúsaáhrifin sé annað hvort ekki til eða mjög gott fyrirbæri. Ég meina, ef við lítum framhjá hversu margir farast í flóðum í Bangladesh eða fellibylum á Filipseyjum, þá opnast nýar siglingaleiðir sem við Íslendingar getum grætt á.