Fátt gerir mig jafn reiðan og þegar huglausar bleyður í hóp ráðast að einum og berja að tilefnislausu(og þó það væri tilefni).
Gungurnar sem réðust að mönnum við
kínverska sendiráðið á ótrúlega lúalegan
hátt voru svo smáir í sér að þeir létu sér
sæma að sparka ítrekað í þá liggjandi,mikið lægra er varla hægt að leggjast en að sparka í höfuðið á liggjandi manneskju,hvað fer í gegnum hugann á dusilmenninu meðan það lætur hvert höggið á fætur öðru dynja á höfði óvígrar manneskju sem þegar hefur verið barinn í götuna?
Alment er ég ekki hrifinn af ströngum dómum,en þegar menn verða uppvísir að slíkum heigulskap og virðingarleysi fyrir náunganum veit ég ekki hvað halda skal,allavegan náðust fíflin í þetta sinn þökk sé eftirlitsmyndavélum og vonandi að þeir þurfi að punga út háum peningaupphæðum í bætur og annað,helst svo háum að þeir finni fyrir því í mörg mörg ár og senda þá í meðferð við hugleysi og heimsku.
Því miður virðist þessari auðvirðilegu manngerð
fara fjölgandi.