Núna á að fara að banna Cheerios í Evrópu og jafnvel hérna á klakanum. Tilgangurinn er að vernda þá einstaklinga sem nenna ekki að lesa innihaldslýsingar á matvörum. Allt á kostnað okkar sem viljum hafa frjálsa neyslu á eigin ábyrgð.

Sjálfum tek ég inn vítamín og vil ekki ofneyslu þeirra, auk þess að ég óska engum þess. Hinsvegar á það ekki að vera á ábyrgð ríkisvaldsins að stýra vítamínneyslu okkar með þvingandi hætti. Sama má segja um neyslu á sykri, áfengi, koffín og fleiri efni… Áfram heldur fasistavæðingin :/