Það er öllum hollt að velta þessu aðeins fyrir sérhttp://www.vald.org/falid_vald/kafli08.htm
Auðvelt er að geta sér til um framþróun efnahagsmála í heimi þar sem bankarnir hafa komið sér í þá aðstöðu að vera eina uppspretta peninga án þess að láta nokkuð í staðinn. Peningar eru blóðið sem streymir í þjóðarlíkamanum. Allar framkvæmdir krefjast peninga sem bankarnir búa til úr engu. Á meðan almenningur vinnur myrkranna á milli við að skapa raunveruleg verðmæti færir bankinn tölur í bækur sínar og verður ríkari.
Ein hörmulegasta afleiðing þessa kerfis er vaxandi skuldabaggi sem hvílir á herðum almennings. Segja má með nokkurri sanngirni, að því meiri raunveruleg verðmætasköpun sem á sér stað (vegagerð, brýr og önnur mannvirki), þeim mun fátækara verður fólkið og bankarnir ríkari. Þegar þetta er skrifað skuldar hvert einasta mannsbarn á íslandi, eftir mestu framkvæmdaár í sögu landsins, eina milljón í erlendar skuldir. Árið 1975 skulduðu Bandaríkjamenn litla 100.000.000.000 (100 milljarða) dollara.
Hvernig endar þetta?
Það er auðvelt dæmi ef við gleymum peningum um stund og hugsum okkur að eini löglegi gjaldmiðillinn á íslandi (eða heiminum) sé t.d. Coca-Cola, og að ein verksmiðja hafi einkarétt á að framleiða það og lána með vöxtum. Það liggur í augum uppi að við getum ekki framkvæmt neitt án þess að fá lánað hjá Coca-Cola til að borga fyrir hráefni og vinnu. Þegar lánið er endurgreitt, segjum lán upp á 1000 flöskur, þá þarf að greiða 300 í vexti. Hvaðan komu þessar 300 flöskur? Auðvitað frá einu uppsprettu Coca-Cola verksmiðjunni. Hvernig komust þær í umferð? Þær voru búnar til og settar í umferð í formi láns sem bar vexti. Já, en með þessu móti hlýtur Coca-Cola verksmiðjan að eignast alla hluti þegar fram líða stundir? Tja …