Það hafa margir vælt eins og stunginn grís yfir útlendingum á íslenskum vinnumarkaði og að þeir
þoli ekki t.d þegar þeir lendi á afgreiðslufólki sem er ekki búið að ná góðum tökum á íslensku eða
jafnvel engum.Sjálfum finnst mér þetta ekki mikið mál,flestir innflytjendur eru virkilega að reyna að ná tökum á málinu og gera sér grein fyrir því að það er nauðsynlegt til að komast eitthvað áfram hér,og er alla jafna glaðegt og kurteist starfsfólk.Hins vegar fer stundum afskaplega í taugarnar á mér þegar ég lendi á íslenskum unglingum að afgreiða í verslunum.Nánast er undantekning að þeir t.d bjóði hressilega góðan daginn og brosi til viðskiptavinarins,oft virðast þeir ekki hafa snefil af þjónustulund eða áhuga og dæsa gjarnan þungt ef að þarf að snúast eitthvað
aukalega fyrir kúnnan,hengslast áfram ótrúlega sljó og áhugalaus oft að sjá.Á mínum vinnustað(íþróttamiðstöð og knattspyrnuhöll)hefur aðeins verið reynt að nota unglinga í vinnu,nánast undantekningalaus hafa þeir verið meira og minna
ónothæfir,sérstaklega þegar mikið var í gangi og
menn þurftu að vera svoldið lifandi og drífa hlutina áfram,nú eru unglingar einfaldlega ekki ráðnir hjá okkur eftir þá reynslu.Sem betur fer eru vissulega fjölmargar undantekningar á þessu og ég þekki unglinga duglega og drífandi til vinnu,en ekki marga.