Las einhver fréttablaðið í morgun? Sáu þið forsíðugeinina um Paul Watson? Hver heldur hann eginlega að hann sé!?


Við munum gera ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða. Við söktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög séu virt.

Bídd nú við “sjá til þess að lög séu virt”. Ég held nú bara að hvalveiðar okkar núna séu fullkomlega löglegar. Við biðum í tvo áratugi eins og við lofuðum Alþjóða hvalveiðiráðinu og nú er sá tími liðinn, við megum þetta. Ég held líka að sökkva skipum, eins og þeir gerðu '86, sé aðeins ólöglegara en hvalveiðar okkar.

ég meina vá hvað mér finst svona menn pirrandi. Hann er ekki Íslendingur og veit ekkert hvernig er að búa í pínulitlu landi. Ég persónulega hlusta ekki á gagnríni frá fólki um íslenska hvalveiði nema um Íslending sé að ræða.


Ps. þessi maður var rekinn úr Greenpeace á sínum tíma, sem sínir hversu hardcore dýraverndunarsinni hann er.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”